Skiptist ekki á orðum við samflokksmenn 6. ágúst 2009 06:00 herbert sveinbjörnsson „Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar. Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingar, þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, greiddu atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi hinn 16. júlí síðastliðinn. Í kjölfarið óskaði stjórn Borgarahreyfingarinnar eftir skýringum á því að þingmennirnir hefðu kosið gegn áður yfirlýstri stefnu hreyfingarinnar. Fram kom í máli stjórnarliða að skýring yrði gefin innan sjö daga. Að sögn Herberts verður málið tekið upp á félagafundi Borgarahreyfingar í kvöld. þráinn bertelsson Þráinn Bertelsson, sá eini af þingmönnum Borgarahreyfingar sem greiddi atkvæði með aðildarumsókn, segist ekki hafa kallað eftir skýringum á kosningu þremenninganna. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við þetta ágæta fólk eftir þennan minnisverða dag, þegar þau tóku upp á því að ganga á bak orða sinna. Ég sé ekki ástæðu til að skiptast á orðum við fólk sem ekki er mark takandi á,“ segir Þráinn. Hann segist hafa haft ávinning af því að stjórnin byggist við skýringum á kosningunni. birgitta jónsdóttir „En svo skildist mér á fréttum frá þeim þremenningum að það væri bara lygi, enda hafa þau þrjú yfirleitt þann háttinn á að líta á alla sem fáráðlinga, nema um þau sjálf sé að ræða,“ segir Þráinn. Hann segist efast um heilsu Borgarahreyfingarinnar en hefur ekki íhugað að hætta starfi í hreyfingunni. Birgitta Jónsdóttir segir kosningu þremenninganna hafa skýrt sig sjálfa, eftir því sem tengingarnar milli Icesave, ESB og AGS urðu kristaltærar. „Ef þetta hefði ekki skýrt sig sjálft hefðum við komið fram með yfirlýsingu, en þess þurfti ekki,“ segir Birgitta Jónsdóttir. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
„Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar. Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingar, þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, greiddu atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi hinn 16. júlí síðastliðinn. Í kjölfarið óskaði stjórn Borgarahreyfingarinnar eftir skýringum á því að þingmennirnir hefðu kosið gegn áður yfirlýstri stefnu hreyfingarinnar. Fram kom í máli stjórnarliða að skýring yrði gefin innan sjö daga. Að sögn Herberts verður málið tekið upp á félagafundi Borgarahreyfingar í kvöld. þráinn bertelsson Þráinn Bertelsson, sá eini af þingmönnum Borgarahreyfingar sem greiddi atkvæði með aðildarumsókn, segist ekki hafa kallað eftir skýringum á kosningu þremenninganna. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við þetta ágæta fólk eftir þennan minnisverða dag, þegar þau tóku upp á því að ganga á bak orða sinna. Ég sé ekki ástæðu til að skiptast á orðum við fólk sem ekki er mark takandi á,“ segir Þráinn. Hann segist hafa haft ávinning af því að stjórnin byggist við skýringum á kosningunni. birgitta jónsdóttir „En svo skildist mér á fréttum frá þeim þremenningum að það væri bara lygi, enda hafa þau þrjú yfirleitt þann háttinn á að líta á alla sem fáráðlinga, nema um þau sjálf sé að ræða,“ segir Þráinn. Hann segist efast um heilsu Borgarahreyfingarinnar en hefur ekki íhugað að hætta starfi í hreyfingunni. Birgitta Jónsdóttir segir kosningu þremenninganna hafa skýrt sig sjálfa, eftir því sem tengingarnar milli Icesave, ESB og AGS urðu kristaltærar. „Ef þetta hefði ekki skýrt sig sjálft hefðum við komið fram með yfirlýsingu, en þess þurfti ekki,“ segir Birgitta Jónsdóttir. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira