Skiptist ekki á orðum við samflokksmenn 6. ágúst 2009 06:00 herbert sveinbjörnsson „Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar. Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingar, þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, greiddu atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi hinn 16. júlí síðastliðinn. Í kjölfarið óskaði stjórn Borgarahreyfingarinnar eftir skýringum á því að þingmennirnir hefðu kosið gegn áður yfirlýstri stefnu hreyfingarinnar. Fram kom í máli stjórnarliða að skýring yrði gefin innan sjö daga. Að sögn Herberts verður málið tekið upp á félagafundi Borgarahreyfingar í kvöld. þráinn bertelsson Þráinn Bertelsson, sá eini af þingmönnum Borgarahreyfingar sem greiddi atkvæði með aðildarumsókn, segist ekki hafa kallað eftir skýringum á kosningu þremenninganna. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við þetta ágæta fólk eftir þennan minnisverða dag, þegar þau tóku upp á því að ganga á bak orða sinna. Ég sé ekki ástæðu til að skiptast á orðum við fólk sem ekki er mark takandi á,“ segir Þráinn. Hann segist hafa haft ávinning af því að stjórnin byggist við skýringum á kosningunni. birgitta jónsdóttir „En svo skildist mér á fréttum frá þeim þremenningum að það væri bara lygi, enda hafa þau þrjú yfirleitt þann háttinn á að líta á alla sem fáráðlinga, nema um þau sjálf sé að ræða,“ segir Þráinn. Hann segist efast um heilsu Borgarahreyfingarinnar en hefur ekki íhugað að hætta starfi í hreyfingunni. Birgitta Jónsdóttir segir kosningu þremenninganna hafa skýrt sig sjálfa, eftir því sem tengingarnar milli Icesave, ESB og AGS urðu kristaltærar. „Ef þetta hefði ekki skýrt sig sjálft hefðum við komið fram með yfirlýsingu, en þess þurfti ekki,“ segir Birgitta Jónsdóttir. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
„Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar. Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingar, þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, greiddu atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi hinn 16. júlí síðastliðinn. Í kjölfarið óskaði stjórn Borgarahreyfingarinnar eftir skýringum á því að þingmennirnir hefðu kosið gegn áður yfirlýstri stefnu hreyfingarinnar. Fram kom í máli stjórnarliða að skýring yrði gefin innan sjö daga. Að sögn Herberts verður málið tekið upp á félagafundi Borgarahreyfingar í kvöld. þráinn bertelsson Þráinn Bertelsson, sá eini af þingmönnum Borgarahreyfingar sem greiddi atkvæði með aðildarumsókn, segist ekki hafa kallað eftir skýringum á kosningu þremenninganna. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við þetta ágæta fólk eftir þennan minnisverða dag, þegar þau tóku upp á því að ganga á bak orða sinna. Ég sé ekki ástæðu til að skiptast á orðum við fólk sem ekki er mark takandi á,“ segir Þráinn. Hann segist hafa haft ávinning af því að stjórnin byggist við skýringum á kosningunni. birgitta jónsdóttir „En svo skildist mér á fréttum frá þeim þremenningum að það væri bara lygi, enda hafa þau þrjú yfirleitt þann háttinn á að líta á alla sem fáráðlinga, nema um þau sjálf sé að ræða,“ segir Þráinn. Hann segist efast um heilsu Borgarahreyfingarinnar en hefur ekki íhugað að hætta starfi í hreyfingunni. Birgitta Jónsdóttir segir kosningu þremenninganna hafa skýrt sig sjálfa, eftir því sem tengingarnar milli Icesave, ESB og AGS urðu kristaltærar. „Ef þetta hefði ekki skýrt sig sjálft hefðum við komið fram með yfirlýsingu, en þess þurfti ekki,“ segir Birgitta Jónsdóttir. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira