Þingkonur mæta ekki á átakafund Borgarahreyfingarinnar 6. ágúst 2009 21:44 Margrét Tryggadóttir harmar ærumeiðingar á Eyjunni í garð Þráins Bertelssonar. Þingkona Borgarahreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, mætti ekki á átakafund Borgarahreyfingarinnar sem stendur nú yfir. Hún er því annar þingmaður flokksins sem ekki mætir. Áður hafði Birgitta Jónsdóttir boðað forföll þar sem hún fékk ekki barnapössun. Í tilkynningu sem Margrét birtir á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „ Vegna meints stríðsástands í Borgarahreyfingunni" birtir hún afstöðu sína til málsins en greinagerðin var lesinn upp á fundinum í kvöld. Þar segist hún ekki hafa mætt vegna þess hve stuttu fyrirvari var fyrir fundinn. Hún segir jafnframt að það sé ekki hennar að svara fyrir yfirlýsingar Þráins Bertelssonar sem var meðal annars í viðtali við Fréttablaðið í dag, og því mæti hún ekki. Hún segir ennfremur að Þráinn hafi hunsað þinghópsfundi Borgarahreyfingarinnar síðan kosningarnar um aðild að ESB átti sér stað þann 16 júlí. Svo áréttar hún að sér þyki vænt um Þráinn og harmar ærumeiðingar sem birtust í athugasemdarkerfi Eyjunnar sem beindust gegn honum. Yfirlýsingu hennar má lesa orðrétt hér fyrir neðan: Vegna meints stríðsástands í Borgarahreyfingunni Í kvöld er haldinn félagsfundur í Borgarahreyfingunni. Ég tók þá ákvörðun að mæta ekki á hann en senda frá mér svo hljóðandi yfirlýsingu sem lesin verður á fundinum: Tilkynning til félagsfundar Borgarahreyfingarinnar þann 6. ágúst 2009. Kæru félagar, Í hádeginu í dag vorum við sem skipum þinghóp Borgarahreyfingarinnar boðuð á félagsfund nú í kvöld til að ræða klofning þinghópsins. Ég hef reynt að hafa það sem forgangsatriði að sækja félagsfundi Borgarahreyfingarinnar þótt ég hafi ekki komist á þá alla. Það sem hér á hins vegar að ræða eru yfirlýsingar Þráins Berteilssonar í fjölmiðlum um að hann vilji ekki tala við okkur hin sem skipum þinghópinn með honum. Ég get engan veginn tekið að mér að svara fyrir hann og hans yfirlýsingar, hann verður að sjá um það sjálfur. Því tók ég þá ákvörðun að koma ekki á fundinn í kvöld, auk þess sem ég er ósátt við þann stutta fyrirvara sem ég fékk. Ég get hins vegar greint frá minni hlið málsins. Forsöguna þekkja flestir en Þráinn var og er ósáttur við gjörning okkar við ESB atkvæðagreiðsluna. Það er hins vegar ekki rétt að við höfum ráðist í þá aðgerð án samráðs við hann. Við ræddum við hann áður en við létum til skarar skríða og hann gerði okkur ljóst að hann vildi ekki taka þátt í þessu og hélt ég að hann skyldi fullkomnlega á hverju afstaða okkar byggðist og virti ákvörðun okkar. Samskiptin við hann þá daga sem hasarinn stóð yfir og fram yfir atkvæðagreiðsluna voru öll eins og best verður á kosið. Þráinn fór svo í útvarpsviðtal eftir atkvæðagreiðsluna þar sem hann sagðist ekki vita hvort hann hyggðist starfa með hinum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar áfram en ætlaði að taka sér frest fram yfir helgi til að melta það. Mér fannst meira en sjálfsagt að gefa honum þann tíma. Sá tími hefur dregist á langinn. Þráinn Bertelsson hefur verið boðaður á alla þinghópsfundi okkar síðan atkvæðagreiðslan fór fram en ekki mætt á einn einasta. Hann svaraði fundarboði á þann fyrsta, á mánudaginn 20. júlí, að hann myndi ekki mæta á þinghópsfundi en önnur svör hafa alla vega ekki borist mér. Við höfum ítrekað beðið um fundi með honum, sum okkar hafa hringt en aðrir sent bréf. Hann hefur aðeins einu sinni talað við okkur öll þrjú saman síðan þetta var en það var í matsal þar sem við báðum hann að ræða við okkur þingmáls sem kemur til kasta allsherjarnefndar en þar neitaði hann að ræða málið við okkur og var stuttur í spuna. Mér þykir afar vænt um Þráinn og þætti miður ef hann sæi sér ekki fært að starfa með okkur. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig en að mínu mati er Þráinn meira en velkominn í samstarfið á nýjan leik. Þá þykir mér miður að lesa umræðuna og þá útreið sem hann fær t.d. á Eyjunni í dag og ég vona að félagar í hreyfingunni hafi ekki tekið þátt í þeim ærumeiðingum. Verst þykir mér þó að þetta ósætti skuli taka frá okkur tíma og orku þegar svo margt annað skiptir svo miklu meira máli. Nú vofir Icesave yfir okkur og öllu máli skiptir að koma því máli í einhvern farveg sem við getum lifað við sem þjóð. Þótt málið sé enn ekki til lykta leitt þá held ég að það dyljist engum að þar hafi Borgarahreyfingin, þingmenn sem grasrót, þegar unnið þrekvirki þótt deila megi um sumar aðferðirnar. Við skulum ekki gleyma því að þessum "glæsilega" samningi átti að lauma í gegnum þingið án þess að þingmenn fengju færi á að kynna sér hann og meiri hluti þingheims var sáttur við það vinnulag á þeim tíma. Margrét Tryggvadóttir Tengdar fréttir Skiptist ekki á orðum við samflokksmenn „Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar. 6. ágúst 2009 06:00 Fékk ekki barnapössun og kemst ekki á átakafund „Kæru félagar, Vegna þess hve fyrirfarinn var stuttur sé ég mér ekki fært á að mæta í kvöld en ég hef ekki aðgang að pössun í kvöld og vil helst ekki taka son minn með á átakafund.“ 6. ágúst 2009 20:33 Birgitta: Veit ekki hvort Þráinn er enn í flokksliðinu „Ég hreinlega veit það ekki," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, aðspurð hvort Þráinn Bertelsson hafi klofið sig úr flokksliðinu. 6. ágúst 2009 11:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þingkona Borgarahreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, mætti ekki á átakafund Borgarahreyfingarinnar sem stendur nú yfir. Hún er því annar þingmaður flokksins sem ekki mætir. Áður hafði Birgitta Jónsdóttir boðað forföll þar sem hún fékk ekki barnapössun. Í tilkynningu sem Margrét birtir á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „ Vegna meints stríðsástands í Borgarahreyfingunni" birtir hún afstöðu sína til málsins en greinagerðin var lesinn upp á fundinum í kvöld. Þar segist hún ekki hafa mætt vegna þess hve stuttu fyrirvari var fyrir fundinn. Hún segir jafnframt að það sé ekki hennar að svara fyrir yfirlýsingar Þráins Bertelssonar sem var meðal annars í viðtali við Fréttablaðið í dag, og því mæti hún ekki. Hún segir ennfremur að Þráinn hafi hunsað þinghópsfundi Borgarahreyfingarinnar síðan kosningarnar um aðild að ESB átti sér stað þann 16 júlí. Svo áréttar hún að sér þyki vænt um Þráinn og harmar ærumeiðingar sem birtust í athugasemdarkerfi Eyjunnar sem beindust gegn honum. Yfirlýsingu hennar má lesa orðrétt hér fyrir neðan: Vegna meints stríðsástands í Borgarahreyfingunni Í kvöld er haldinn félagsfundur í Borgarahreyfingunni. Ég tók þá ákvörðun að mæta ekki á hann en senda frá mér svo hljóðandi yfirlýsingu sem lesin verður á fundinum: Tilkynning til félagsfundar Borgarahreyfingarinnar þann 6. ágúst 2009. Kæru félagar, Í hádeginu í dag vorum við sem skipum þinghóp Borgarahreyfingarinnar boðuð á félagsfund nú í kvöld til að ræða klofning þinghópsins. Ég hef reynt að hafa það sem forgangsatriði að sækja félagsfundi Borgarahreyfingarinnar þótt ég hafi ekki komist á þá alla. Það sem hér á hins vegar að ræða eru yfirlýsingar Þráins Berteilssonar í fjölmiðlum um að hann vilji ekki tala við okkur hin sem skipum þinghópinn með honum. Ég get engan veginn tekið að mér að svara fyrir hann og hans yfirlýsingar, hann verður að sjá um það sjálfur. Því tók ég þá ákvörðun að koma ekki á fundinn í kvöld, auk þess sem ég er ósátt við þann stutta fyrirvara sem ég fékk. Ég get hins vegar greint frá minni hlið málsins. Forsöguna þekkja flestir en Þráinn var og er ósáttur við gjörning okkar við ESB atkvæðagreiðsluna. Það er hins vegar ekki rétt að við höfum ráðist í þá aðgerð án samráðs við hann. Við ræddum við hann áður en við létum til skarar skríða og hann gerði okkur ljóst að hann vildi ekki taka þátt í þessu og hélt ég að hann skyldi fullkomnlega á hverju afstaða okkar byggðist og virti ákvörðun okkar. Samskiptin við hann þá daga sem hasarinn stóð yfir og fram yfir atkvæðagreiðsluna voru öll eins og best verður á kosið. Þráinn fór svo í útvarpsviðtal eftir atkvæðagreiðsluna þar sem hann sagðist ekki vita hvort hann hyggðist starfa með hinum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar áfram en ætlaði að taka sér frest fram yfir helgi til að melta það. Mér fannst meira en sjálfsagt að gefa honum þann tíma. Sá tími hefur dregist á langinn. Þráinn Bertelsson hefur verið boðaður á alla þinghópsfundi okkar síðan atkvæðagreiðslan fór fram en ekki mætt á einn einasta. Hann svaraði fundarboði á þann fyrsta, á mánudaginn 20. júlí, að hann myndi ekki mæta á þinghópsfundi en önnur svör hafa alla vega ekki borist mér. Við höfum ítrekað beðið um fundi með honum, sum okkar hafa hringt en aðrir sent bréf. Hann hefur aðeins einu sinni talað við okkur öll þrjú saman síðan þetta var en það var í matsal þar sem við báðum hann að ræða við okkur þingmáls sem kemur til kasta allsherjarnefndar en þar neitaði hann að ræða málið við okkur og var stuttur í spuna. Mér þykir afar vænt um Þráinn og þætti miður ef hann sæi sér ekki fært að starfa með okkur. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig en að mínu mati er Þráinn meira en velkominn í samstarfið á nýjan leik. Þá þykir mér miður að lesa umræðuna og þá útreið sem hann fær t.d. á Eyjunni í dag og ég vona að félagar í hreyfingunni hafi ekki tekið þátt í þeim ærumeiðingum. Verst þykir mér þó að þetta ósætti skuli taka frá okkur tíma og orku þegar svo margt annað skiptir svo miklu meira máli. Nú vofir Icesave yfir okkur og öllu máli skiptir að koma því máli í einhvern farveg sem við getum lifað við sem þjóð. Þótt málið sé enn ekki til lykta leitt þá held ég að það dyljist engum að þar hafi Borgarahreyfingin, þingmenn sem grasrót, þegar unnið þrekvirki þótt deila megi um sumar aðferðirnar. Við skulum ekki gleyma því að þessum "glæsilega" samningi átti að lauma í gegnum þingið án þess að þingmenn fengju færi á að kynna sér hann og meiri hluti þingheims var sáttur við það vinnulag á þeim tíma. Margrét Tryggvadóttir
Tengdar fréttir Skiptist ekki á orðum við samflokksmenn „Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar. 6. ágúst 2009 06:00 Fékk ekki barnapössun og kemst ekki á átakafund „Kæru félagar, Vegna þess hve fyrirfarinn var stuttur sé ég mér ekki fært á að mæta í kvöld en ég hef ekki aðgang að pössun í kvöld og vil helst ekki taka son minn með á átakafund.“ 6. ágúst 2009 20:33 Birgitta: Veit ekki hvort Þráinn er enn í flokksliðinu „Ég hreinlega veit það ekki," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, aðspurð hvort Þráinn Bertelsson hafi klofið sig úr flokksliðinu. 6. ágúst 2009 11:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Skiptist ekki á orðum við samflokksmenn „Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar. 6. ágúst 2009 06:00
Fékk ekki barnapössun og kemst ekki á átakafund „Kæru félagar, Vegna þess hve fyrirfarinn var stuttur sé ég mér ekki fært á að mæta í kvöld en ég hef ekki aðgang að pössun í kvöld og vil helst ekki taka son minn með á átakafund.“ 6. ágúst 2009 20:33
Birgitta: Veit ekki hvort Þráinn er enn í flokksliðinu „Ég hreinlega veit það ekki," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, aðspurð hvort Þráinn Bertelsson hafi klofið sig úr flokksliðinu. 6. ágúst 2009 11:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent