Innlent

Bíl hvolfdi við árekstur við Höfðabakkabrú

Árekstur varð við Höfðabakkabrú, í Reykjavík, nú rúmlega fimm.

Tveir bílar lentu í árekstri með þeim afleiðingum að annar bíllinn lenti á hvolfi.

Ekki liggur fyrir hve margir voru í bílunum en einn slasaðist minniháttar við áreksturinn, að sögn lögreglu.

Engin töf varð á umferð við áreksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×