Erlent

Öryggisherbergi innréttuð í Danmörku

Óli Tynes skrifar
Margir Danir feta í fótspor Jodie Foster sem hér sést í kvikmyndinni Panic Room.
Margir Danir feta í fótspor Jodie Foster sem hér sést í kvikmyndinni Panic Room.

Ofbeldisverk eru tíð í innbrotum í Danmörku þar sem innbrotsþjófar víla ekki fyrir sér að brjótast inn að næturþeli þegar íbúarnir eru heima. Ef þeir vakna er voðinn vís.

Þetta hefur valdið því að æ fleiri Danir innrétta öryggisherbergi sem þjófarnir komast ekki inn í.

Oftast er það svefnherbergi. Sum jafnvel með leyniinngangi til þess að aðrir íbúar en hjónin geti leitað þar hælis.

Algengast er þó að fólk láti sér nægja öflugar stáldyr sem þjófarnir geta ekki brotist í gegnum.

Þetta er auðvitað visst öryggi. Einn ókostur er sá að ef eldur kemur upp getur reynst erfitt fyrir slökkviliðsmenn að komast inn um stáldyrnar.

Með öllum sínum búnaði getur það tekið þá þrjú kortér. Í flestum tilfellum eru nú þó gluggar á svefnherbergjum, sem auðveldara er að komast innum, jafnvel þótt í þeim sé skothelt gler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×