Keppir í umhverfisvænni fatahönnun 9. desember 2009 05:30 Fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir, sem hefur hannað undir nafninu REY, segist vel geta hugsað sér að vinna áfram með umhverfisvæn efni. Fréttablaðið/vilhelm Hið norræna fatahönnunarfélag, sem Fatahönnunarfélag Íslands er í, stendur fyrir verkefninu Nordic Initiative, Clean and Ethical. Markmið verkefnisins er að stuðla að náttúrulegum framleiðsluháttum innan tískuiðnaðarins og lýkur verkefninu með hönnunarkeppni sem haldin verður í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn í þessari viku. Fjórir íslenskir hönnuðir taka þátt í verkefninu, þar á meðal er fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir sem segir verkefnið hafa vakið hana til umhugsunar um umhverfisvæna fatahönnun. Rebekka útskrifaðist sem fatahönnuður frá Fashion Institute of Design and Merchandising í Los Angeles í fyrra. Hún flutti heim til Íslands í vor og bauðst henni að taka þátt í Reykjavík Showroom stuttu síðar en það er sölusýning sem haldin er ár hvert og gefur ungum fatahönnuðum tækifæri til að kynna vörur sínar. „Búslóðin mín og saumavélin voru ekki enn komin til landsins þegar þetta var þannig að ég reddaði mér með því að prjóna litla línu sem samanstóð aðallega af peysum. Ég hugsaði með mér að ef ég kæmi mér ekki inn í samfélag fatahönnuða hér heima strax þá þyrfti ég að bíða í heilt ár fram að næsta Showroomi. Ég var mjög fegin þeirri ákvörðun því í kjölfarið bauðst mér að taka þátt í þessu verkefni,“ útskýrir Rebekka. Í september var hönnuðunum boðið til Danmerkur. Þar sátu þeir ýmis námskeið þar sem umhverfisvæn framleiðsla var kennd. Hver hönnuður fær síðan frjálsar hendur við hönnun á tveimur klæðasamsetningum, en efnið sem unnið er úr þarf að mestu að vera umhverfisvænt. „Mér fannst verkefnið erfitt að því leytinu til að ég fékk ekki litina sem mig langaði að fá. Ég endaði á því að lita efnið sjálf og gerði um ellefu litaprufur áður en ég varð sæmilega sátt. En efnin sem við fengum til að vinna úr voru æðisleg.“ Rebekka segist vel geta hugsað sér að halda áfram að vinna með umhverfisvæn efni í framtíðinni og telur að Norðurlöndin geti skapað sér sérstöðu með því að sérhæfa sig í umhverfisvænni hönnun. Keppnin fer fram 9. desember og segist Rebekka vera nokkuð stressuð fyrir sýninguna. „Ég fékk spennufall eftir að hafa sent flíkurnar frá mér í byrjun síðustu viku og ég er bæði spennt og mjög stressuð fyrir keppnina sjálfa.“ - sm Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
Hið norræna fatahönnunarfélag, sem Fatahönnunarfélag Íslands er í, stendur fyrir verkefninu Nordic Initiative, Clean and Ethical. Markmið verkefnisins er að stuðla að náttúrulegum framleiðsluháttum innan tískuiðnaðarins og lýkur verkefninu með hönnunarkeppni sem haldin verður í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn í þessari viku. Fjórir íslenskir hönnuðir taka þátt í verkefninu, þar á meðal er fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir sem segir verkefnið hafa vakið hana til umhugsunar um umhverfisvæna fatahönnun. Rebekka útskrifaðist sem fatahönnuður frá Fashion Institute of Design and Merchandising í Los Angeles í fyrra. Hún flutti heim til Íslands í vor og bauðst henni að taka þátt í Reykjavík Showroom stuttu síðar en það er sölusýning sem haldin er ár hvert og gefur ungum fatahönnuðum tækifæri til að kynna vörur sínar. „Búslóðin mín og saumavélin voru ekki enn komin til landsins þegar þetta var þannig að ég reddaði mér með því að prjóna litla línu sem samanstóð aðallega af peysum. Ég hugsaði með mér að ef ég kæmi mér ekki inn í samfélag fatahönnuða hér heima strax þá þyrfti ég að bíða í heilt ár fram að næsta Showroomi. Ég var mjög fegin þeirri ákvörðun því í kjölfarið bauðst mér að taka þátt í þessu verkefni,“ útskýrir Rebekka. Í september var hönnuðunum boðið til Danmerkur. Þar sátu þeir ýmis námskeið þar sem umhverfisvæn framleiðsla var kennd. Hver hönnuður fær síðan frjálsar hendur við hönnun á tveimur klæðasamsetningum, en efnið sem unnið er úr þarf að mestu að vera umhverfisvænt. „Mér fannst verkefnið erfitt að því leytinu til að ég fékk ekki litina sem mig langaði að fá. Ég endaði á því að lita efnið sjálf og gerði um ellefu litaprufur áður en ég varð sæmilega sátt. En efnin sem við fengum til að vinna úr voru æðisleg.“ Rebekka segist vel geta hugsað sér að halda áfram að vinna með umhverfisvæn efni í framtíðinni og telur að Norðurlöndin geti skapað sér sérstöðu með því að sérhæfa sig í umhverfisvænni hönnun. Keppnin fer fram 9. desember og segist Rebekka vera nokkuð stressuð fyrir sýninguna. „Ég fékk spennufall eftir að hafa sent flíkurnar frá mér í byrjun síðustu viku og ég er bæði spennt og mjög stressuð fyrir keppnina sjálfa.“ - sm
Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira