Bók um sögu Safnahússins 9. desember 2009 03:45 Stórbók er komin út um Þjóðmenningarhúsið eins og það er kallað nú en lengst af var það kallað Safnahúsið. Þjóðmenningarhúsið státar af eitt hundrað ára langri, nánast samfelldri og afar dýrmætri menningarsögu. Til að minnast 100 ára afmælisins á þessu ári var ákveðið að unnin yrði bók sem varpaði ljósi á hönnunar- og byggingasögu hússins og setti tilurð þess og aldarlanga starfsemi í sögulegt samhengi. Síðar var leitað til Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings og honum falin ritstjórn. Þeir Guðmundur Hálfdanarson prófessor og Pétur H. Ármannsson arkitekt rita höfuðgreinarnar og fræðilega burðarása verksins og Þórunn Sigurðardóttur bókmenntafræðingur leiðir lesendur í vissu um nöfnin sem greypt eru á útveggi hússins. Verkið hefur og að geyma grein eftir ritstjóra og ýmsan fróðleik tengdan húsinu og starfseminni úr tímans rás í samantekt hans. Birt eru brot úr verkum rithöfundanna Halldórs Laxness, Agnars Þórðarsonar, Berglindar Gunnarsdóttur, Péturs Gunnarssonar, Sigrúnar Davíðsdóttur og Þórunnar Valdimarsdóttur, sem öll geyma frásagnir úr húsinu. Kveðjur eru frá núverandi forsvarsmönnum safnanna sem voru hér til húsa, þeim Ingibjörgu Sverrisdóttur landsbókaverði Ólafi Ásgeirsyni þjóðskjalaverði, Helga Torfasyni, safnstjóra á Náttúruminjasafni Íslands, Jóni Gunnari Óttóssyni, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands og Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði. Á seinni hluta tíunda áratugar fyrri aldar fóru fram gagngerar endurbætur á húsinu sem grundvölluðu upphaf Þjóðmenningarhússins árið 2000 og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt greinir frá. Fjöldi mynda birtist í bókinni úr myndabönkum hér á landi, meðal annars úr Ljósmyndasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en einnig erlendis. Dreifing er á höndum forlagsins Crymogea og verður bókin til sölu í bókaverslunum, í Þjóðmenningarhúsinu og í safnbúðum Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands. - pbb Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Þjóðmenningarhúsið státar af eitt hundrað ára langri, nánast samfelldri og afar dýrmætri menningarsögu. Til að minnast 100 ára afmælisins á þessu ári var ákveðið að unnin yrði bók sem varpaði ljósi á hönnunar- og byggingasögu hússins og setti tilurð þess og aldarlanga starfsemi í sögulegt samhengi. Síðar var leitað til Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings og honum falin ritstjórn. Þeir Guðmundur Hálfdanarson prófessor og Pétur H. Ármannsson arkitekt rita höfuðgreinarnar og fræðilega burðarása verksins og Þórunn Sigurðardóttur bókmenntafræðingur leiðir lesendur í vissu um nöfnin sem greypt eru á útveggi hússins. Verkið hefur og að geyma grein eftir ritstjóra og ýmsan fróðleik tengdan húsinu og starfseminni úr tímans rás í samantekt hans. Birt eru brot úr verkum rithöfundanna Halldórs Laxness, Agnars Þórðarsonar, Berglindar Gunnarsdóttur, Péturs Gunnarssonar, Sigrúnar Davíðsdóttur og Þórunnar Valdimarsdóttur, sem öll geyma frásagnir úr húsinu. Kveðjur eru frá núverandi forsvarsmönnum safnanna sem voru hér til húsa, þeim Ingibjörgu Sverrisdóttur landsbókaverði Ólafi Ásgeirsyni þjóðskjalaverði, Helga Torfasyni, safnstjóra á Náttúruminjasafni Íslands, Jóni Gunnari Óttóssyni, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands og Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði. Á seinni hluta tíunda áratugar fyrri aldar fóru fram gagngerar endurbætur á húsinu sem grundvölluðu upphaf Þjóðmenningarhússins árið 2000 og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt greinir frá. Fjöldi mynda birtist í bókinni úr myndabönkum hér á landi, meðal annars úr Ljósmyndasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en einnig erlendis. Dreifing er á höndum forlagsins Crymogea og verður bókin til sölu í bókaverslunum, í Þjóðmenningarhúsinu og í safnbúðum Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands. - pbb
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira