Tæpur helmingur þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur minnkar síðan í júní.
Eftir því sem fram kemur á fréttavef RÚV segjast 44% þjóðarinnar myndu kjósa annan hvorn ríkisstjórnarflokkanna, ef kosið yrði til Alþingis núna. Örlitlu fleiri, 48% aðspurðra segjast styðja ríkisstjórnina. Stuðningur við stjórnina hefur minnkað um eitt prósent síðan í júní. Tæp 11% kjósenda segjast ekki myndu kjósa, eða myndu skila auðu ef kosið yrði í dag.
Þá kemur jafnframt fram að um þriðjungur segist ánægður með störf meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Rúm 38% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn til borgarstjórnar í Reykjavík ef kosið yrði núna. Fylgi flokksins eykst um 11% síðan í sambærilegri könnun í maí á síðasta ári. Flokkurinn nær hins vegar ekki að endurheimta fylgið úr síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Um helmingur landsmanna styður ríkisstjórnina
Jón Hákon Halldórsson skrifar
