Innlent

„Allir út á götu með búsáhöld“

Frá mótmælum á Ráðhústorginu á Akureyri 15. nóvember sl.
Frá mótmælum á Ráðhústorginu á Akureyri 15. nóvember sl.
Boðað hefur verið til mótmælagöngu á Akureyri á morgun en gengið verður frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorgið.

Guðrún Þórsdóttir, einn af aðstandendum mótmælanna, segir í samtali við fréttastofu að hlutdeild banka, fjárglæframanna, stjórnmálamanna og eftirlitstofna í efnahagshruninu sé glæpsamlegt athæfi sem felur í sér mannréttindabrot gegn íslensku þjóðinni.

„Nú er nóg komið. Allir út á götu með búsáhöld," segir Guðrún.

Lagt verður af stað klukkan þrjú. Á sama tíma hefst mótmálafundur Radda fólksins á Austurvelli í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×