Lífið

Travolta talar út

John Travolta
John Travolta

John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston sendu frá sér yfirlýsingu í dag á heimasíðu leikkonunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þau tjá sig eftir dauða sextán ára sonar þeirra, Jett Travolta, sem lést á Bahamaeyjum nýverið.

„Við viljum koma okkar innilegustu þökkum til allra þeirra sem hafa sent okkur ást sína og samúðarkveðjur," segja þau í yfirlýsingunni.

„Jett var fullkomnasti sonur sem foreldrar geta hugsað sér og lífgaði upp á tilveru allra sem kynntust honum. Það hryggir okkur mjög að tími okkar með honum hafi orðið svo skammur. Við munum hugsa vel til þess tíma sem við áttum með honum það sem eftir er lífs okkar. Við höfum fengið mikið af samúðarkveðjum allsstaðar að úr heiminum og við viljum þakka öllum fyrir bænir þeirra og stuðning. Það hefur skipt okkur miklu máli. Þessi stuðningur er falleg áminning alls þess góða sem mannsandinn hefur að geyma, og gefur okkur von um bjartari framtíð."

Með ást,

John, Kelly og Ella










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.