Höfundur Ávaxtakörfunnar vill stöðva Símaauglýsingu 17. nóvember 2009 07:00 Félagar í ávaxtagolfi. Björn Thors, Ólafur Darri Ólafsson og hinir ávaxtagolfararnir í auglýsingu Símans. „Þetta kemur okkur verulega á óvart. Við teljum að í þessu felist ekki brot á höfundarrétti, hvað þá að birtingin hafi í för með sér fjárhagslegan skaða fyrir nokkurn mann,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Kristlaug M. Sigurðardóttir, höfundur leikritsins Ávaxtakörfunnar, hefur krafist þess að auglýsing Símans þar sem sex vinir spila ávaxtagolf verði tekin umsvifalaust úr umferð. Telur hún að fyrirtækið hafi brotið á höfundarrétti sínum með notkun svipaðra persóna og í Ávaxtakörfunni. Á hún bæði við útlit þeirra, orðaforða og hegðun. „Birtingin á auglýsingunni er að renna sitt skeið. Hún er hluti af stærri herferð með sex einstaklingum sem mynda vinahóp sem stendur fyrir ýmsum uppákomum,“ segir Margrét og útilokar að fyrirtækið muni taka auglýsinguna úr umferð. Eftir að Kristlaug sá auglýsinguna hafði hún samband við Rithöfundasamband Íslands og benti sambandið henni á lögfræðistofu sem félagsmenn þess hafa hingað til átt viðskipti við. „Þetta er ekki mál sem liggur alveg á borðinu en þarna eru vissulega mikil líkindi með persónunum úr Ávaxtakörfunni. Þegar um svona mál er að ræða förum við með þau í gegnum lögfræðinga,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins. Kristlaug sjálf sá sér ekki fært að tjá sig um málið við blaðamann að svo stöddu en staðfesti að hún teldi Símann hafa afbakað hugmynd sína að Ávaxtakörfunni. Auglýsingastofan Ennemm vann auglýsinguna fyrir Símann. Hallur A. Baldursson, starfandi stjórnarformaður stofunnar, telur gagnrýni Kristlaugar vera afar langsótta. „Í fyrsta lagi virkar þetta eins og hún eigi hugmyndina að því að persónugera ávexti og grænmeti, sem er náttúrulega alls ekkert nýtt eða séríslenskt,“ segir Hallur. „Varðandi þennan orðaleik um hvort tómatar teljist til ávaxta eða grænmetis get ég bent á að það er hægt að rekja það allt til ársins 1887 þegar dómstólar í Bandaríkjunum þurftu að skera úr um þetta vegna tollamála. Þessi brandari hefur nú bara gengið síðan, held ég,“ segir hann. „Hún talar eins og hún eigi höfundarréttinn á hugmynd um vináttu án hindrana eða fordóma, sem við vísum á bug að nokkur geti eignað sér höfundarrétt á. Við höfum verið að nota þessa hugmynd í herferð Símans um þessa þjónustu, sex vinir óháð kerfi. Okkur finnst þetta ansi langsótt og við erum eiginlega pínulítið mát yfir þessu,“ bætir hann við. „Ávaxtakarfan var alls ekki nein fyrirmynd að þessu, ekki frekar en aðrar útfærslur eins og Smjattpattar eða eitthvað slíkt sem allir þekkja. Við vísum því alfarið á bug.“ freyr@frettabladid.is kristlaug m. Sigurðardóttir Kristlaug telur að Síminn hafi brotið höfundarréttarlög með auglýsingunni. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Þetta kemur okkur verulega á óvart. Við teljum að í þessu felist ekki brot á höfundarrétti, hvað þá að birtingin hafi í för með sér fjárhagslegan skaða fyrir nokkurn mann,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Kristlaug M. Sigurðardóttir, höfundur leikritsins Ávaxtakörfunnar, hefur krafist þess að auglýsing Símans þar sem sex vinir spila ávaxtagolf verði tekin umsvifalaust úr umferð. Telur hún að fyrirtækið hafi brotið á höfundarrétti sínum með notkun svipaðra persóna og í Ávaxtakörfunni. Á hún bæði við útlit þeirra, orðaforða og hegðun. „Birtingin á auglýsingunni er að renna sitt skeið. Hún er hluti af stærri herferð með sex einstaklingum sem mynda vinahóp sem stendur fyrir ýmsum uppákomum,“ segir Margrét og útilokar að fyrirtækið muni taka auglýsinguna úr umferð. Eftir að Kristlaug sá auglýsinguna hafði hún samband við Rithöfundasamband Íslands og benti sambandið henni á lögfræðistofu sem félagsmenn þess hafa hingað til átt viðskipti við. „Þetta er ekki mál sem liggur alveg á borðinu en þarna eru vissulega mikil líkindi með persónunum úr Ávaxtakörfunni. Þegar um svona mál er að ræða förum við með þau í gegnum lögfræðinga,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins. Kristlaug sjálf sá sér ekki fært að tjá sig um málið við blaðamann að svo stöddu en staðfesti að hún teldi Símann hafa afbakað hugmynd sína að Ávaxtakörfunni. Auglýsingastofan Ennemm vann auglýsinguna fyrir Símann. Hallur A. Baldursson, starfandi stjórnarformaður stofunnar, telur gagnrýni Kristlaugar vera afar langsótta. „Í fyrsta lagi virkar þetta eins og hún eigi hugmyndina að því að persónugera ávexti og grænmeti, sem er náttúrulega alls ekkert nýtt eða séríslenskt,“ segir Hallur. „Varðandi þennan orðaleik um hvort tómatar teljist til ávaxta eða grænmetis get ég bent á að það er hægt að rekja það allt til ársins 1887 þegar dómstólar í Bandaríkjunum þurftu að skera úr um þetta vegna tollamála. Þessi brandari hefur nú bara gengið síðan, held ég,“ segir hann. „Hún talar eins og hún eigi höfundarréttinn á hugmynd um vináttu án hindrana eða fordóma, sem við vísum á bug að nokkur geti eignað sér höfundarrétt á. Við höfum verið að nota þessa hugmynd í herferð Símans um þessa þjónustu, sex vinir óháð kerfi. Okkur finnst þetta ansi langsótt og við erum eiginlega pínulítið mát yfir þessu,“ bætir hann við. „Ávaxtakarfan var alls ekki nein fyrirmynd að þessu, ekki frekar en aðrar útfærslur eins og Smjattpattar eða eitthvað slíkt sem allir þekkja. Við vísum því alfarið á bug.“ freyr@frettabladid.is kristlaug m. Sigurðardóttir Kristlaug telur að Síminn hafi brotið höfundarréttarlög með auglýsingunni.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira