Fótbolti

Edda tryggði Örebro sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edda og Ólína voru báðar í byrjunarliði Örebro.
Edda og Ólína voru báðar í byrjunarliði Örebro. Mynd/Daníel

Edda Garðarsdóttir var hetja Örebro er hún tryggði sínu liði 1-0 sigur á Sunnanå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Markið skoraði Edda strax á sjöttu mínútu leiksins. Þetta var fyrsta mark Örebro á leiktíðinni og fyrsti sigurinn er liðið er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Sunnenå hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum til þessa og er stigalaust á botninum.

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var einnig í byrjunarliði Örebro í kvöld og lék allan leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×