Háskólasjúkrahús 22. janúar 2009 06:00 Jón Gunnarsson alþingismaður birti grein í Fréttablaðinu 19. janúar undir fyrirsögninni „Hátæknisjúkrahús“. Þar lýsir hann efasemdum um að byggt verði „hátæknisjúkrahús“ í Vatnsmýrinni og að nær væri að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu. Hlutverk Landspítala og sjúkrahússtarfsemi almennt nú á dögum þarf að skýra. Landspítali er eina skilgreinda háskólasjúkrahúsið hér á landi og hefur sem slíkt það hlutverk að veita þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu í hinum ýmsu greinum heilbrigðisvísinda, þar með talið starfsþjálfun og framhaldsnám. Meðferð sjúklinga, kennsla og rannsóknir eru samþætt í daglegum störfum á háskólasjúkrahúsum. Kennsla og þjálfun stúdenta þarf stóran og fjölbreytilegan sjúklingahóp og auk þess krefjast þróun og rannsóknir ákveðinnar stærðar (critical mass). Þetta, ásamt vaxandi sérhæfingu, var meginástæða fyrir því að nauðsynlegt var talið að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík. Alþjóðlega viðurkennt framhaldsnám hér er útilokað án sameinaðra krafta. Nýbygging sameinaðs spítala var það fyrirheit sem sátt varð um meðal lækna við sameininguna þar sem með því væri stofnað til nútímalegs háskólasjúkrahúss landsmanna sem hefði nægjanlega burði sem slíkt hvað varðar stærð, fjölbreytileika í þjónustu og vísindalegan grunn. Engu síður er Landspítali lítill sem háskólasjúkrahús. Flest þeirra 100 húsa sem Landspítali starfar nú í á 16 stöðum eru hönnuð fyrir meira en hálfri öld. Viðhald og endurbygging þeirra er mjög dýr. Þrátt fyrir þau fjárútlát fullnægja þessi hús aldrei þörfum nútímans. Rekstur sjúkrahúss í nýju húsi sem tekur mið af gagnreyndri þekkingu við hönnun spítala sparar 8-10% af rekstrarfé, auk þess liggur 2-3% sparnaður í því að ná starfsemi Landspítala á einn stað. Um er því að ræða 4-5 milljarða króna árlegan sparnað miðað við rekstrarkostnað spítalans á liðnu ári. Þessir útreikningar hafa verið kynntir fjárlaganefnd Alþingis. Við höfum hvorki siðferðilegan rétt til að draga sjúklinga á bættum og öruggari aðbúnaði né efni á því að kasta þessu fé á glæ með því að bíða. Höfundur er verkefnisstjóri við nýtt háskólasjúkrahús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson alþingismaður birti grein í Fréttablaðinu 19. janúar undir fyrirsögninni „Hátæknisjúkrahús“. Þar lýsir hann efasemdum um að byggt verði „hátæknisjúkrahús“ í Vatnsmýrinni og að nær væri að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu. Hlutverk Landspítala og sjúkrahússtarfsemi almennt nú á dögum þarf að skýra. Landspítali er eina skilgreinda háskólasjúkrahúsið hér á landi og hefur sem slíkt það hlutverk að veita þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu í hinum ýmsu greinum heilbrigðisvísinda, þar með talið starfsþjálfun og framhaldsnám. Meðferð sjúklinga, kennsla og rannsóknir eru samþætt í daglegum störfum á háskólasjúkrahúsum. Kennsla og þjálfun stúdenta þarf stóran og fjölbreytilegan sjúklingahóp og auk þess krefjast þróun og rannsóknir ákveðinnar stærðar (critical mass). Þetta, ásamt vaxandi sérhæfingu, var meginástæða fyrir því að nauðsynlegt var talið að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík. Alþjóðlega viðurkennt framhaldsnám hér er útilokað án sameinaðra krafta. Nýbygging sameinaðs spítala var það fyrirheit sem sátt varð um meðal lækna við sameininguna þar sem með því væri stofnað til nútímalegs háskólasjúkrahúss landsmanna sem hefði nægjanlega burði sem slíkt hvað varðar stærð, fjölbreytileika í þjónustu og vísindalegan grunn. Engu síður er Landspítali lítill sem háskólasjúkrahús. Flest þeirra 100 húsa sem Landspítali starfar nú í á 16 stöðum eru hönnuð fyrir meira en hálfri öld. Viðhald og endurbygging þeirra er mjög dýr. Þrátt fyrir þau fjárútlát fullnægja þessi hús aldrei þörfum nútímans. Rekstur sjúkrahúss í nýju húsi sem tekur mið af gagnreyndri þekkingu við hönnun spítala sparar 8-10% af rekstrarfé, auk þess liggur 2-3% sparnaður í því að ná starfsemi Landspítala á einn stað. Um er því að ræða 4-5 milljarða króna árlegan sparnað miðað við rekstrarkostnað spítalans á liðnu ári. Þessir útreikningar hafa verið kynntir fjárlaganefnd Alþingis. Við höfum hvorki siðferðilegan rétt til að draga sjúklinga á bættum og öruggari aðbúnaði né efni á því að kasta þessu fé á glæ með því að bíða. Höfundur er verkefnisstjóri við nýtt háskólasjúkrahús.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun