Erlent

Hefur lofað rannsókn á loftárásinni í Afganistan

Anders Fogh Rasmusen
Anders Fogh Rasmusen
Óttast er að mannskæð loftárás sem bandarísk herþota gerði í Afganistan í gær geti orðið NATO fjötur um fót við friðargæslu í landinu.

Bandarískir og þýskir herforingjar heimsóttu í dag fólk sem liggur á sjúkrahúsi í Afganistan eftir að það slasaðist í loftárás sem gerð var á tvo olíubíla sem talibanar höfðu rænt.

Uppundir eitthundrað manns létu lífið og tugir særðust. Talið er að flestir þeir sem féllu hafi verið talibanar. Hinsvegar voru einnig margir óbreyttir borgarar við olíubílana þegar árásin var gerð.

Talibanar voru að reyna að komast undan með bílana en festu þá í á sem þeir þurftu að fara yfir.

Til þess að létta þá opnuðu talibanar fyrir olíutankana og dreif þá að mannfjölda sem vildi verða sér úti um ókeypis eldsneyti.

Meðal þeirra sem liggja á sjúkrahúsi eftir loftárásina er sex eða sjö ára gamll drengur sem brenndist illa þegar bílarnir voru sprengdir í loft upp.

NATO hefur dregið talsvert úr loftárásum undanfarið þar sem óvilji í garð bandalagsins fór vaxandi vegna óbreyttra borgara sem féllu. Óttast er að þetta tilvik geti haft slæm áhrif.

Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO hefur lofað rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×