Lífið

Endurtaka Alice in Chains-tónleika

Alice in Chains Hljómsveitin var ein sú allra magnaðasta sem tíundi áratugurinn gaf af sér.
Alice in Chains Hljómsveitin var ein sú allra magnaðasta sem tíundi áratugurinn gaf af sér.

Gítarleikarinn Franz Gunnarsson og félagar héldu tónleika til heiðurs hljómsveitinni Alice in Chains síðasta fimmtudag. Tónleikarnir heppnuðust svo vel að hljómsveitin hefur ákveðið að endurtaka leikinn í kvöld á Sódómu Reykjavík. Húsið verður opnað klukkan 21 og miðaverð er 2.000 krónur. Forsala á tónleikana fer fram í versluninni Havarí, en þar kostar miðinn 1.500 krónur.

Uppselt var á tónleikana í síðustu viku og fjölmargir þurftu frá að hverfa. Hljómsveitin lofaði því að endurtaka leikinn. Lögum af nýjustu plötu Alice in Chains, Black Gives Way to Blue, hefur verið bætt á dagskrána og ljósahönnuður sér um ljósin í kvöld. Þá gildir aðgangsmiðinn sem happdrættismiði.

Meðlimir hljómsveitarinnar kunna sitt fag, en þeir eru Jens Ólafsson úr Brain Police, Kristófer Jensson og Þórhallur Stefánsson úr Lights on the Highway, Bjarni Þór Jensson úr Cliff Clavin, Jón Svanur Sveinsson úr Númer Núll og Emil Rafn Jónsson og fyrrnefndur Franz úr Dr. Spock.

Hljómsveitirnar Hoffman og Cliff Clavin koma einnig fram á tónleikunum.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.