Innlent

Alvarlegt bakslag í jafnréttisbaráttunni

Boðaðar breytingar á fæðingarorlofi eru alvarlegt bakslag í jafnréttisbaráttunni og er illa sæmandi ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti. Þetta segir í ályktun Jafnréttisráðs um fyrirhugða styttingu fæðingarorlofs um einn mánuð.

Ráðið segir þetta bitna illa á öllum, mest þó einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Áformin feli ekki í sér neina lausn til frambúðar, heldur sé vandanum aðeins ýtt fram á við um einhver ár. Uppsöfnuð fjárþörf þá skapi ný vandamál og erfiðari en þau sem nú er glímt við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×