Erlent

Ekkert að vera að skíta Sovétríkin út, takk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Veitingastaður í Moskvu, sem gekk undir nafninu And-Sovétríkin, eða Anti-Sovetskaya, hefur fengið nýtt nafn og heitir nú einfaldlega Sovetskaya, eða Sovétríkin. Breyting nafnsins er til komin vegna þrýstings frá eldri borgurum Rússlands sem telja sér misboðið með því að minning Sovétríkjanna sálugu sé vanvirt svo gróflega að þeirra mati. Flestir eldri Rússar líta fall Sovétríkjanna árið 1991 jákvæðum augum en eru engu að síður viðkvæmir fyrir minningunum og telja það fullkominn óþarfa að ata minningu Sovétríkjanna aur að óþörfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×