Erlent

Ný rannsókn: Vín og kaffidrykkja orsakar hjartsláttartruflanir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áfengisneysla hefur áhrif á æðasjúkdóma. Mynd/ AFP.
Áfengisneysla hefur áhrif á æðasjúkdóma. Mynd/ AFP.
Þeir sem drekka meira en tíu áfenga drykki á viku eða fjóra bolla af sterku kaffi á dag geta aukið hættuna á því að fá aukinn hjartslátt, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Niðurstöður rannsóknarinnar sem kynntar voru á ráðstefnu European Society of Cardiology í Barcelona benda til þess að áfengis og koffínneysla geta aukið líkurnar á ástandi sem kallast gáttatif sem einkennist af óreglulegum hjartslætti. Um 46 þúsund manns í Bretlandi eru greindir með gáttatif á hverju ári. Eykur þetta verulega líkurnar á heilablóðfalli, hjartaáfalli og öðrum hjarta- og æðasjúkdómum.

Þegar áhrif áfengisins voru skoðuð voru 8,830 karlmenn og kvenmenn í Bretlandi, Skandínavíu og Bandaríkjunum rannsakaðir. Niðurstöðurnar benda til þess að þeir sem drekka sem samsvarar tíu drykkjum á viku, eða fimmtán einingum af áfengi, eiga 80% meiri líkur á því að vera greindir með gáttatif á næstu fimm árum.

Það var Sunday Times sem greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×