Lífið

Fjölskyldan leggst gegn hundaeign Audda

Audda langar í hund en fjölskyldan leggst gegn því. Hundurinn tengist ekki efni fréttarinnar beint.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Audda langar í hund en fjölskyldan leggst gegn því. Hundurinn tengist ekki efni fréttarinnar beint. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Ég var að fara að fá mér hund, en vinir mínir og fjölskylda stoppuðu það – eins og ég væri óhæfur til að eiga dýr,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal.

Auddi á þann draum heitastan að eignast hund og hefur íhugað alvarlega að taka skrefið undanfarnar vikur. Hundaeign Audda er hins vegar sem þyrnir í augum fjölskyldu hans og vina, sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að kæfa hugmyndina í fæðingu.

„Ég var tekinn á fund og það var reynt að útskýra fyrir mér hvers konar ábyrgð þetta er,“ segir Auðunn alvarlegur. „Ég taldi mig nú alveg vita það og ákvað að salta þetta í smástund – en ég er ekki búinn að gefast upp. Ef einhver er að lesa þetta og er að selja þægilegan hund, sem er ekki alltaf að pissa og kúka inni, þá er ég til.“

Auðunn er sem sagt milli steins og sleggju í málinu og íhugar hvort hann eigi að taka slaginn af fullum krafti við fjölskylduna. En telurðu að þú getir borið ábyrgð á hundi? Þetta er eins og að ala upp barn.

„Já, ég veit það. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að ég ferðast mikið. En Sveppi var sá eini sem studdi mig og bauðst til að passa hann á meðan ég væri erlendis.“- afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.