Erlent

Nýjar smyglleiðir frá Mexíkó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Strandlengja Kaliforníu.
Strandlengja Kaliforníu. MYND/Getty Images

Mexíkóskir smyglarar leita sífellt nýrra leiða til að koma ólöglegum innflytjendum og fíkniefnum til Bandaríkjanna og nýjasta aðferð þeirra er að sigla meðfram Kyrrahafsströndinni frá Mexíkó og taka land á fáförnum slóðum á strandlengju Kaliforníu. Bandaríska strandgæslan hefur síðasta árið handtekið 400 manns sem reynt hafa að komast ólöglega inn í Bandaríkin með þessum hætti og gert ókjör af fíkniefnum upptæk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×