Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Sigurður Gunnarsson skrifar 24. september 2009 06:00 Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. VeiðikortasjóðurÞegar ég sæki um svokallað veiðikort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslendingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa peninga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rannsókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki miklir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela?Umhverfisráðherra og embættismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geðþótta án nokkurs samráðs við samtök veiðimanna og vísindasamfélagið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áberandi enda hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðilum sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutunum úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverjir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað er úr sjóðnum þegar ráðuneytinu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikortasjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóðinn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðlilegt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherraSú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spillingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýðræðislegu vinnubrögð er viðgangast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekstur veiðikortakerfisins verði endurskoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasamtök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. VeiðikortasjóðurÞegar ég sæki um svokallað veiðikort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslendingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa peninga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rannsókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki miklir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela?Umhverfisráðherra og embættismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geðþótta án nokkurs samráðs við samtök veiðimanna og vísindasamfélagið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áberandi enda hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðilum sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutunum úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverjir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað er úr sjóðnum þegar ráðuneytinu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikortasjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóðinn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðlilegt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherraSú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spillingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýðræðislegu vinnubrögð er viðgangast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekstur veiðikortakerfisins verði endurskoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasamtök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun