Innlent

Gamalt vín á nýjum belgjum

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar gamalt vín á nýjum belgjum. Hún útilokar samt ekki að flokkurinn muni styðja eitthvað að fumvörpum nýju stjórnarinnar.

„Það er ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar að halda þeirri vinnu áfram sem við vorum byrjuð á," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður og bætir við að þetta undirstriki það að enginn málefnanlegur ágreiningur hafi verið á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

„Það var glundroði innan Samfylkingarinnar sem leiddi til þess að það fór sem fór. Þegar Ingibjörg Sólrún var í útlöndum að berjast við sín veikindi var Samfylkingin stjórnlaus. Það var enginn fúnkerandi varaformaður né þingmaður," segir Þorgerður.

Hún segir það einnig vera fjarstæðu hjá sér að segjast ekki ætla að styðja frumvörp nýrrar ríkisstjórnar fyrirfram.

„Við munum styðja við þau verk sem stuðla að því að atvinnulífið komist á lappirnar því það er það sem skiptir máli. Atvinnuleysi hér verður gríðarlegt og það þýðir ekki að slá málum á frest. Þau komast ekki undan því að taka erfiðar ákvarðanir."

Guðlaugur Þór Þórðarson fráfarandi heilbrigðisráðherra segir augljóst að ný ríkisstjórn ætli að gera mikið á skömmum tíma. Hann óskar henni þó velfarnaðar í komandi verkefnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×