Aldrei fleiri flensusjúklingar á spítala 31. október 2009 05:00 Landspítali. Spítalinn er nú starfræktur á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar. Langur vegur er frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar, að sögn Björns Zöega forstjóra. Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völdum svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inniliggjandi, þar af ellefu á gjörgæslu. Yngsti gjörgæslusjúklingurinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður. „Við þolum ástandið,“ segir Björn Zöega, forstjóri Landspítala, um stöðuna. Hann segir spítalann enn starfræktan á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar en langur vegur sé frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar. „Hvað varðar gjörgæsludeildirnar þá rétt sleppur þetta enn þá en við gætum þurft að stækka þær um helgina,“ segir Björn. „Staðan verður endurmetin næst á sunnudaginn.“ Á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru þrír inflúensusjúklingar í gær, enginn þeirra á gjörgæsludeild. Langflest inflúensutilfelli hérlendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0 til 9 ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15 til 30 ára. Hvað varðar almenna bólusetningu við inflúensunni eru horfur á að unnt verði að hefja hana fyrr en gert var áður ráð fyrir, það er í síðari hluta nóvember í stað desember. Ástæðan er sú að meira berst af bóluefni til landsins næstu daga og vikur en reiknað var með í upphaflegum áætlunum, samkvæmt upplýsingum Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Um helgina koma hingað 26 þúsund skammtar og meira bóluefni síðar í vikunni. Nú er búið að bólusetja yfir 20 þúsund af alls um 75 þúsund manns sem miðað er við að séu í skilgreindum forgangshópum bólusetningar samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Neyðarstjórn hefur verið skipuð í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fyrir sig vegna flensufaraldursins, undir formennsku framkvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélags. Komi til þess að neyðarstjórn verði virkjuð starfar hún í samráði við aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin vinna nú öll eftir samræmdum viðbragðsáætlunum sem gerðar voru undir umsjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að tryggja órofna lykilþjónustu á meðan inflúensufaraldur gengur yfir. jss@frettabladid.is Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völdum svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inniliggjandi, þar af ellefu á gjörgæslu. Yngsti gjörgæslusjúklingurinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður. „Við þolum ástandið,“ segir Björn Zöega, forstjóri Landspítala, um stöðuna. Hann segir spítalann enn starfræktan á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar en langur vegur sé frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar. „Hvað varðar gjörgæsludeildirnar þá rétt sleppur þetta enn þá en við gætum þurft að stækka þær um helgina,“ segir Björn. „Staðan verður endurmetin næst á sunnudaginn.“ Á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru þrír inflúensusjúklingar í gær, enginn þeirra á gjörgæsludeild. Langflest inflúensutilfelli hérlendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0 til 9 ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15 til 30 ára. Hvað varðar almenna bólusetningu við inflúensunni eru horfur á að unnt verði að hefja hana fyrr en gert var áður ráð fyrir, það er í síðari hluta nóvember í stað desember. Ástæðan er sú að meira berst af bóluefni til landsins næstu daga og vikur en reiknað var með í upphaflegum áætlunum, samkvæmt upplýsingum Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Um helgina koma hingað 26 þúsund skammtar og meira bóluefni síðar í vikunni. Nú er búið að bólusetja yfir 20 þúsund af alls um 75 þúsund manns sem miðað er við að séu í skilgreindum forgangshópum bólusetningar samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Neyðarstjórn hefur verið skipuð í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fyrir sig vegna flensufaraldursins, undir formennsku framkvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélags. Komi til þess að neyðarstjórn verði virkjuð starfar hún í samráði við aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin vinna nú öll eftir samræmdum viðbragðsáætlunum sem gerðar voru undir umsjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að tryggja órofna lykilþjónustu á meðan inflúensufaraldur gengur yfir. jss@frettabladid.is
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira