Aldrei fleiri flensusjúklingar á spítala 31. október 2009 05:00 Landspítali. Spítalinn er nú starfræktur á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar. Langur vegur er frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar, að sögn Björns Zöega forstjóra. Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völdum svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inniliggjandi, þar af ellefu á gjörgæslu. Yngsti gjörgæslusjúklingurinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður. „Við þolum ástandið,“ segir Björn Zöega, forstjóri Landspítala, um stöðuna. Hann segir spítalann enn starfræktan á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar en langur vegur sé frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar. „Hvað varðar gjörgæsludeildirnar þá rétt sleppur þetta enn þá en við gætum þurft að stækka þær um helgina,“ segir Björn. „Staðan verður endurmetin næst á sunnudaginn.“ Á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru þrír inflúensusjúklingar í gær, enginn þeirra á gjörgæsludeild. Langflest inflúensutilfelli hérlendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0 til 9 ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15 til 30 ára. Hvað varðar almenna bólusetningu við inflúensunni eru horfur á að unnt verði að hefja hana fyrr en gert var áður ráð fyrir, það er í síðari hluta nóvember í stað desember. Ástæðan er sú að meira berst af bóluefni til landsins næstu daga og vikur en reiknað var með í upphaflegum áætlunum, samkvæmt upplýsingum Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Um helgina koma hingað 26 þúsund skammtar og meira bóluefni síðar í vikunni. Nú er búið að bólusetja yfir 20 þúsund af alls um 75 þúsund manns sem miðað er við að séu í skilgreindum forgangshópum bólusetningar samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Neyðarstjórn hefur verið skipuð í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fyrir sig vegna flensufaraldursins, undir formennsku framkvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélags. Komi til þess að neyðarstjórn verði virkjuð starfar hún í samráði við aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin vinna nú öll eftir samræmdum viðbragðsáætlunum sem gerðar voru undir umsjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að tryggja órofna lykilþjónustu á meðan inflúensufaraldur gengur yfir. jss@frettabladid.is Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völdum svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inniliggjandi, þar af ellefu á gjörgæslu. Yngsti gjörgæslusjúklingurinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður. „Við þolum ástandið,“ segir Björn Zöega, forstjóri Landspítala, um stöðuna. Hann segir spítalann enn starfræktan á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar en langur vegur sé frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar. „Hvað varðar gjörgæsludeildirnar þá rétt sleppur þetta enn þá en við gætum þurft að stækka þær um helgina,“ segir Björn. „Staðan verður endurmetin næst á sunnudaginn.“ Á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru þrír inflúensusjúklingar í gær, enginn þeirra á gjörgæsludeild. Langflest inflúensutilfelli hérlendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0 til 9 ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15 til 30 ára. Hvað varðar almenna bólusetningu við inflúensunni eru horfur á að unnt verði að hefja hana fyrr en gert var áður ráð fyrir, það er í síðari hluta nóvember í stað desember. Ástæðan er sú að meira berst af bóluefni til landsins næstu daga og vikur en reiknað var með í upphaflegum áætlunum, samkvæmt upplýsingum Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Um helgina koma hingað 26 þúsund skammtar og meira bóluefni síðar í vikunni. Nú er búið að bólusetja yfir 20 þúsund af alls um 75 þúsund manns sem miðað er við að séu í skilgreindum forgangshópum bólusetningar samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Neyðarstjórn hefur verið skipuð í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fyrir sig vegna flensufaraldursins, undir formennsku framkvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélags. Komi til þess að neyðarstjórn verði virkjuð starfar hún í samráði við aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin vinna nú öll eftir samræmdum viðbragðsáætlunum sem gerðar voru undir umsjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að tryggja órofna lykilþjónustu á meðan inflúensufaraldur gengur yfir. jss@frettabladid.is
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira