Ísraelar sakaðir um að beita krabbameinsvaldandi sprengjum 6. janúar 2009 12:41 Ættingjar hins tólf ára Mo'men Alaw, 12 flytja lík hans á Al-Shifa sjúkrahúsið í gær. MYND/Getty Norskur læknir segir Ísraela beita DIME sprengjum í hernaði sínum á Gaza ströndinni. Sprengjurnar eru með lítinn sprengjuradíus til að valda sem minnstu mannfalli, en valda þó sérlega alvarlegum áverkum. Þær innihalda þungmálma og hafa rannsóknir bent til þess að þær valdi krabbameini hjá þeim sem lifa þær af. Ísraelar voru sakaðir um að beita sprengjunum í Líbanon og á Gaza ströndinni, en þeir hafa ávallt neitað því að eiga þær. Mads Gilbert, sem er meðlimur í norsku læknateymi sem starfar á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gaza ströndinni, sagði í viðtali við írönsku sjónvarpsstöðina Press TV að flestir, ef ekki allir þeirra sem hann meðhöndlar bæru þess merki að hafa orðið fyrir þessari tegund sprengju. Hann segir áhrifasvæði sprengjunnar lítið, um tíu metrar, en að hún springi með ógnarkrafti. Þeir sem fyrir henni verði hreinlega skerist í sundur. Þá segist hann gruna að meirihluta þeirra sem sem þó lifa sprenginguna af eigi eftir að þróa með sér krabbamein eða hvítblæði. Læknirinn segir nær alla þeirra sem hann hefur meðhöndlað undanfarið verið með afskorna útlimi eftir slíkar sprengingar. Eftir sprengingu í gær hafi læknarnir meðhöndlað tíu ára dreng. Hann fannst með brjóstholið fullt af sprengjubrotum og afskorinn fót annars manns í fanginu. Ekki tókst að bjarga drengnum, sem lést í höndunum á læknunum. Gilbert fordæmdi notkun sprengnanna í viðtalinu og biðlaði til ísraelskra kollega sinna að hvetja stjórnvöld til að hætta notkun þeirra. Hann sagði aðgerðir Ísraelshers á svæðinu hvorki standast alþjóðalög né almennt siðferði. Ekki væri hægt að koma svona fram við saklausa borgara. „Bak við tölur yfir látna sem fjölmiðlar birta stöðugt er fólk, fjölskyldur, konur, ömmur, börn. Það er raunveruleikinn við þetta ástand," sagði Gilbert. „Þeir sem gjalda fyrir hernað ísraelsmanna er venjulegt fólk, palestínska þjóðin." Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Norskur læknir segir Ísraela beita DIME sprengjum í hernaði sínum á Gaza ströndinni. Sprengjurnar eru með lítinn sprengjuradíus til að valda sem minnstu mannfalli, en valda þó sérlega alvarlegum áverkum. Þær innihalda þungmálma og hafa rannsóknir bent til þess að þær valdi krabbameini hjá þeim sem lifa þær af. Ísraelar voru sakaðir um að beita sprengjunum í Líbanon og á Gaza ströndinni, en þeir hafa ávallt neitað því að eiga þær. Mads Gilbert, sem er meðlimur í norsku læknateymi sem starfar á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gaza ströndinni, sagði í viðtali við írönsku sjónvarpsstöðina Press TV að flestir, ef ekki allir þeirra sem hann meðhöndlar bæru þess merki að hafa orðið fyrir þessari tegund sprengju. Hann segir áhrifasvæði sprengjunnar lítið, um tíu metrar, en að hún springi með ógnarkrafti. Þeir sem fyrir henni verði hreinlega skerist í sundur. Þá segist hann gruna að meirihluta þeirra sem sem þó lifa sprenginguna af eigi eftir að þróa með sér krabbamein eða hvítblæði. Læknirinn segir nær alla þeirra sem hann hefur meðhöndlað undanfarið verið með afskorna útlimi eftir slíkar sprengingar. Eftir sprengingu í gær hafi læknarnir meðhöndlað tíu ára dreng. Hann fannst með brjóstholið fullt af sprengjubrotum og afskorinn fót annars manns í fanginu. Ekki tókst að bjarga drengnum, sem lést í höndunum á læknunum. Gilbert fordæmdi notkun sprengnanna í viðtalinu og biðlaði til ísraelskra kollega sinna að hvetja stjórnvöld til að hætta notkun þeirra. Hann sagði aðgerðir Ísraelshers á svæðinu hvorki standast alþjóðalög né almennt siðferði. Ekki væri hægt að koma svona fram við saklausa borgara. „Bak við tölur yfir látna sem fjölmiðlar birta stöðugt er fólk, fjölskyldur, konur, ömmur, börn. Það er raunveruleikinn við þetta ástand," sagði Gilbert. „Þeir sem gjalda fyrir hernað ísraelsmanna er venjulegt fólk, palestínska þjóðin."
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira