Erlent

Fjarskiptagervitungl komst ekki á sporbaug

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gervihnetti skotið á loft.
Gervihnetti skotið á loft.

Indónesískt fjarskiptagervitungl, sem skotið var á loft frá Kína á mánudaginn, komst ekki á sporbaug eftir að hreyfill í þriðja þrepi burðarflaugar þess fór ekki í gang. Burðarflaugin er frönsk að gerð og liggja sérfræðingar nú yfir henni til þess að finna út hvað fór úrskeiðis, að sögn kínversku Xinhua-fréttastofunnar. Kínverjar halda þó geimferðaáætlun sinni ótrauðir áfram og ætla sér að senda ökutæki til tunglsins árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×