Innlent

80% samdráttur í nýskráningu

Bílar sem biðu nýs eiganda árið 2007 þegar metfjöldi bíla seldist.Fréttablaðið/pjetur
Bílar sem biðu nýs eiganda árið 2007 þegar metfjöldi bíla seldist.Fréttablaðið/pjetur

Nýskráningar bíla frá janúar á þessu ári til nóvemberloka voru 2.747 sem er 77,5 prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra en þá voru ríflega 12.100 bílar skráðir á landinu að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar.

Fleiri nýir bílar voru þó skráðir í nóvember í ár en í nóvember í fyrra, 152 í stað 123. Greining Íslandsbanka túlkar það sem vísbendingu um að botni í vissum hluta neyslu sé náð en bendir jafnframt á að nýskráning bíla er enn mjög lítil.

Í Hagvísum kemur fram að síðastliðna tólf mánuði, frá desember í fyrra til nóvemberloka voru 2.824 bílar skráðir en voru 13.500 næstu tólf mánuðina á undan sem þýðir nær 80 prósenta fækkun á þessu tímabili. Árið 2007 voru nýskráðir bílar á Íslandi 22.603, árið 2008 voru þeir 12.308 en sem fyrr segir eru þeir tæplega 3.000 það sem af er ári.- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×