Innlent

Þögul mótmæli þar til jarðarförinni lýkur

Frá mótmælunum við þinghúsið, sem nú eru þögul.
Frá mótmælunum við þinghúsið, sem nú eru þögul. MYND/Vilhelm

Mótmælendur sem söfnuðust saman fyrir utan Alþingi um hádegi í dag fluttu sig yfir að Stjórnarráðinu vegna jarðarfarar sem fór fram í Dómkirkjunni. Eftir nokkur læti fyrir utan Stjórnarráðið hélt hersinginn aftur að Alþingishúsinu. En nú heyrist ekki múkk.

Jarðarförinni er nefnilega ekki lokið og er því dauðaþögn fyrir utan þinghúsið. Mótmælendur hyggjast síðan láta til skara skríða um leið og jarðarförinni lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×