Erlent

Aðstoðarmenn sjálfsmorða fá leiðbeiningar

Debbie Purdy ásamt eiginmanni sínum sem fær að aðstoða hana við sjálfsmorðið.
Debbie Purdy ásamt eiginmanni sínum sem fær að aðstoða hana við sjálfsmorðið.

Ríkissaksóknari Bretlands mun gefa út leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast aðstoða veikt fólk við að svipta sig lífi. Þegar er áætlað að 115 einstaklingar búsettir í Bretland hafi farið til Sviss þar sem þau sviptu sig lífi.

Það var Debbie Purdy sem fór í mál við ríkið til þess að skera úr um það hvort eiginmaður hennar yrði saksóttur ef hann hjálpaði henni að ferðast til Sviss þar sem hún hugðist svipta sig lífi. Hún sigraði málið. Maðurinn hennar fær að fylgja henni til Sviss.

Í kjölfarið var ákveðið að gefa út skýrar leiðbeiningar hvenær aðstandendur væru að brjóta lög og hvenær ekki.

Í leiðbeiningunum, sem byggja á lögum frá 1960, segir að engin megi aðstoð manneskju við að svipta sig lífi hafi hann fjárhagslegan vinning af því.

Þá er sérstaklega tekið fram í leiðbeiningunum að einstaklingar verði frekar ákærðir heldur en ekki ef minnsti grunur um morð kvikni.

Andstæðingar sjálfsmorða með aðstoð eru ekki ánægðir með leiðbeiningarnar. Þeir eru hinsvegar sáttir við að breska ríkið fer varlega í þessum málum og leggur ekki blessun sína yfir sjálfsmorð né aðstoðarmenn þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×