Innlent

Hafa safnað 19 milljónum

Samtökin Bætum brjóst hafa safnað um 19 milljónum króna sem verður varið í kaup á tölvusneiðmyndatæki til að greina krabbameinssýni úr brjósti. Söfnunin hefur staðið yfir frá því í haust og hafa fjölmargir lagt málefninu lið.

Tækið kostar hátt í 12 milljónir króna og búist er við að það verði komið á Landspítalann í janúar. Auk þess verða keypt læknaljós og skurðborð fyrir söfnunarféð.

Tilkoma tækisins breytir miklu fyrir konur sem gangast undir brjóstaaðgerð því hingað til hafa þær þurft að vera allt að 30 til 45 mínútum lengur á skurðarborðinu á Landspítalanum meðan sýnið hefur verið sent til greiningar hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×