Innlent

Bergur ráðinn til þingflokks VG

Mynd/GVA
Bergur Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Hann tekur við starfinu af Drífu Snædal sem hefur frá síðustu kosningum haldið utan um störf þingflokksins auk þess að vera framkvæmdastýra flokksins. Bergur hóf störf síðustu mánaðamót.

Bergur nam umhverfisefnafræði við Háskólann í Osló á árunum 1994 til 2000 og starfaði í framhaldi af því við heilbrigðiseftirlit á Suðurnesjum í sex ár. Síðastliðin þrjú ár gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjá Landvernd en einnig sat hann í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Í aukastörfum hefur Bergur tekið að sér leiðsögn fyrir erlenda ferðamenn, jafnt ofansjávar sem neðan, og kennt sportköfun við Sportköfunarskóla Íslands, að fram kemur á vef VG.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×