Innlent

Atvinnulausir sviptir bótum

Sindri Sindrason skrifar
Ótrúlegt að fólk kjósi atvinnuleysi frekar en vinnu. Sviðsett mynd/ E. Ól.
Ótrúlegt að fólk kjósi atvinnuleysi frekar en vinnu. Sviðsett mynd/ E. Ól.
Vinnumálastofnun hefur þurft að svipta einstaklinga atvinnuleysisbótum eftir að þeir hafa ítrekað hafnað störfum sem bjóðast. Einkennilegt að fólk kjósi atvinnuleysi frekar en vinnu, segir framkvæmdastjóri ráðningastofnunnar Hagvangs.

Um 16.500 manns eru án atvinnu á Íslandi í dag. Katrín Óladóttir framkvæmdastjóri ráðningastofunnar Hagvangs segist undrandi yfir því hversu rólegt fólk á atvinnuleysisskrá er en ekki sé hægt að segja að margir leiti að vinnu. Langtum færri sæki um laus störf en búist var við en að hennar sögn er fjöldi starfa í boði. Katrín segir ástæðuna að hluta til vera þá að atvinnuleysisbætur séu næstum jafn háar og lægstu launin og því sjái fólk ekki ástæðu til að taka lægst launuðu vinnurnar.

Vinnumálastofnun hefur upp á síðkastið alloft þurft að svipta einstaklinga atvinnuleysisbótum eftir að þeir hafi hafnað störfum sem buðust. Fimmtungur þeirra sextán þúsund manna sem eru á atvinnuleysisskrá stunda hlutastarf meðfram bótum en fjölmargar ábendingar hafa borist skattayfirvöldum og Vinnumálastofnun um fólk sem vinnur svart ásamt því að vera á atvinnuleysisbótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×