Innlent

Björn: Jóhanna kann ekki að finna sáttaleið í neinu

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fullyrðir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, geti ekki fundið sáttaleið í neinu máli. Hann segir að hvort sem menn séu með eða á móti Icesave átti þeir sig á því að ríkisstjórnin hafi reynst ótrúlega veikburða í málinu.

„Forsætisráðherra heldur að sér höndum, utanríkisráðherra lætur eins og málið sé ekki á hans borði og fjármálaráðherra flytur þingmönnum blíðmæli og hótanir til skiptis," segir Björn í pistli á heimasíðu sinni.

Björn segir að meginhlutverk Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, sé að þoka málum ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið.

„Þeim Guðbjarti Hannessyni og Ástu Ragnheiði hefur gengið ótrúlega illa að sinna þessu verkefni, mun verr en Sturlu Böðvarssyni, forvera þeirra á forsetastóli þingsins. Skyldi það vera reynsluleysi þeirra Guðbjarts og Ástu Ragnheiðar sem setur mark sitt á framvindu þingmála? Eða þvermóðska Jóhönnu Sigurðardóttur? Hún kann ekki, eins og kunnugt er, að finna sáttaleið í neinu máli," segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×