Tjónið vegna Kryddsíldarmótmæla rúmar þrjár milljónir 8. janúar 2009 15:27 Ari Edwald, forstjóri 365. Kostnaður vegna skemmda sem unnar voru á tækjabúnaði þegar mótmælendur rufu útsendingu á Kryddsíldinni á gamlársdag hefur verið tekinn saman auk þess fjárhagstjóns sem Stöð 2 varð fyrir þegar útsending var rofin. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að tjónið nemi alls um 3,3 milljónum króna. Áfallið sem starfsmenn sem lentu í átökunum hafi orðið fyrir sé hinsvegar mun alvarlegra mál. Starfsfólkið ræddi málið á fundi í fyrrakvöld með sálfræðingi. „Við höfum lagt mat á kostnað okkar hjá 365 og hjá Saga film, sem er verktaki við þessa framleiðslu. Beinu útgjöldin við endurnýjun á þessum kapli sem skemmdist eru um tvær milljónir króna. Þetta er mjög dýr ljósleiðarakapall sem getur flutt hljóð og mynd úr mörgum myndavélum og ég er ekki viss um að menn átti sig á því um hvað er verið að ræða." Ari segir ennfremur að dagskrárkostnaður 365 sem ónýttist vegna aðgerðanna hafi verið um 1,3 milljónir króna. „En ég hef nú minnstar áhyggjur af krónum og aurum í þessu sambandi," segir Ari. „Ég sat nú fund með okkar starfsfólki sem lenti í þessu hjá 365 og Saga film, um tuttugu manns," segir Ari og bætir við að fundurinn hafi verið haldinn á Hótel Borg í fyrrakvöld og þar hafi fólki gefist kostur á að tala sig burt frá þessari óskemmtilegu reynslu með sálfræðingi. „Það er ljóst að áfallið sem fólkið sem lenti í þessu varð fyrir er mun meira en ég hafði gert mér grein fyrir. Margir hafa verið að missa svefn og eru óttaslegnir," segir Ari og bætir við að lítið þurfi til þess að fólk upplifi átökin á nýjan leik. „Það þarf ekki annað en lykt af blysi eða einhve dólgsleg ummæli á bloggi til þess að koma þessum hughrifum af stað. Þessar lýsingar á fundinum minntu mig helst á lýsingar fórnarlamba annara ofbeldisverka á sinni upplifun," segir Ari sem segist ekki viss um að fólk sem mæli aðgerðunum bót geri sér grein fyrir því hvernig fórnarlömbin upplifa svona árásir. „Það finnst mér langalvarlegasti hluturinn í þessu máli en ekki þessar krónur," segir hann. Ari segir að málið fari nú sína leið í kerfinu. „Við komum öllum upplýsingum um það tjón sem við urðum fyrir til lögreglu og gerum ráð fyrir því að þetta verði rannsakað eins og önnur slík mál eins og hægt er. Við sjáum svo bara til með það hvað kemur út úr því," segir Ari Edwald. forstjóri 365. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Kostnaður vegna skemmda sem unnar voru á tækjabúnaði þegar mótmælendur rufu útsendingu á Kryddsíldinni á gamlársdag hefur verið tekinn saman auk þess fjárhagstjóns sem Stöð 2 varð fyrir þegar útsending var rofin. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að tjónið nemi alls um 3,3 milljónum króna. Áfallið sem starfsmenn sem lentu í átökunum hafi orðið fyrir sé hinsvegar mun alvarlegra mál. Starfsfólkið ræddi málið á fundi í fyrrakvöld með sálfræðingi. „Við höfum lagt mat á kostnað okkar hjá 365 og hjá Saga film, sem er verktaki við þessa framleiðslu. Beinu útgjöldin við endurnýjun á þessum kapli sem skemmdist eru um tvær milljónir króna. Þetta er mjög dýr ljósleiðarakapall sem getur flutt hljóð og mynd úr mörgum myndavélum og ég er ekki viss um að menn átti sig á því um hvað er verið að ræða." Ari segir ennfremur að dagskrárkostnaður 365 sem ónýttist vegna aðgerðanna hafi verið um 1,3 milljónir króna. „En ég hef nú minnstar áhyggjur af krónum og aurum í þessu sambandi," segir Ari. „Ég sat nú fund með okkar starfsfólki sem lenti í þessu hjá 365 og Saga film, um tuttugu manns," segir Ari og bætir við að fundurinn hafi verið haldinn á Hótel Borg í fyrrakvöld og þar hafi fólki gefist kostur á að tala sig burt frá þessari óskemmtilegu reynslu með sálfræðingi. „Það er ljóst að áfallið sem fólkið sem lenti í þessu varð fyrir er mun meira en ég hafði gert mér grein fyrir. Margir hafa verið að missa svefn og eru óttaslegnir," segir Ari og bætir við að lítið þurfi til þess að fólk upplifi átökin á nýjan leik. „Það þarf ekki annað en lykt af blysi eða einhve dólgsleg ummæli á bloggi til þess að koma þessum hughrifum af stað. Þessar lýsingar á fundinum minntu mig helst á lýsingar fórnarlamba annara ofbeldisverka á sinni upplifun," segir Ari sem segist ekki viss um að fólk sem mæli aðgerðunum bót geri sér grein fyrir því hvernig fórnarlömbin upplifa svona árásir. „Það finnst mér langalvarlegasti hluturinn í þessu máli en ekki þessar krónur," segir hann. Ari segir að málið fari nú sína leið í kerfinu. „Við komum öllum upplýsingum um það tjón sem við urðum fyrir til lögreglu og gerum ráð fyrir því að þetta verði rannsakað eins og önnur slík mál eins og hægt er. Við sjáum svo bara til með það hvað kemur út úr því," segir Ari Edwald. forstjóri 365.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira