Erlent

Ný lög um tónlistarstuld í Frakklandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MP3-hljóðskrá hlaðið niður á netsíðu.
MP3-hljóðskrá hlaðið niður á netsíðu.

Frakkar skera nú upp herör gegn ólöglegu niðurhali tónlistar á Netinu og hafa samþykkt lög sem heimila háar sektir og jafnvel fangelsisdóma, gerist netnotendur sekir um brot á höfundarrétti með ólöglegri dreifingu eða öflun á tónlist, jafnt sem kvikmyndum. Höfundarréttarbrot á Netinu hafa verið mikið til umræðu í Frakklandi og Bretlandi síðustu misseri og hafa tónlistarmenn ítrekað kvartað yfir því að verkum þeirra sé dreift ólöglega og án endurgjalds á Netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×