Lífið

Löggan viðbúin löngum nóttum

Páll Óskar verður í Sjallanum, Stebbi Hilmars og hans menn á Broadway og Spot og Geir Jón og hans fólk stendur vaktina.
Páll Óskar verður í Sjallanum, Stebbi Hilmars og hans menn á Broadway og Spot og Geir Jón og hans fólk stendur vaktina.
Gamlárskvöld ber upp á fimmtudag og nýársdagur er á föstudegi. Það eru því tveir dagar þar á eftir til að jafna sig. Eða þrír dagar samtals til að taka á.

Veðurútlit er gott um allt land. Samkvæmt Veðurstofunni verður hægur vindur, bjart og kalt næstu daga. Frost frá einni að sjö gráðum og lítil úrkoma, ef nokkur. Á sunnudaginn fer líklega að hvessa. Það eru því líkur á fínu flugeldaveðri og ágætu djammveðri ef fólk klæðir sig almennilega, enda bítur frost.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að helgin verði mannfrek hjá lögreglunni. „Við verður eins vel mannað og við mögulega getum því nú hefur fólk þrjú kvöld og nætur til að tæma pyngjuna,“ segir hann. „Þetta er alltaf svipað, dreifist um borgina framan af en einangrast svo í miðborginni þegar líða tekur á nóttina. Þetta er yfirleitt rólegt framan af, eins lengi og það verða ekki slys vegna skotelda eða á brennum, en leikar fara að æsast svona þrjú, fjögur um nóttina.“

Össur Hafþórsson sem rekur Bar 11 og Sódómu Reykjavík segir menn klára í langa helgi. „Menn frá Ölgerðinni hafa verið að bera hér inn kúta í stríðum straumum. Það hefur verið nóg að gera hjá þeim í vikunni enda er bara þriggja daga vinnuvika. Það er algengur misskilningur hjá fólki að vertar hækki verðið á veitingunum á gamlárskvöld. Það verður alveg sama verð í gangi hjá okkur þótt það verði komið nýtt ár, og þannig er það á flestöllum veitinga­stöðum.“- drg







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.