Erlent

Rússar verstu ferðamenn heims

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Rússar á sólarströndum fara í taugarnar á Bretum.
Rússar á sólarströndum fara í taugarnar á Bretum.
Könnun vefsíðunnar Real Holiday Reports hefur nú leitt í ljós að Rússar eru verstu ferðamenn heims og velta þar með Þjóðverjum úr sessi.

Könnunin byggir á mati þúsund breskra ferðamanna sem heimsóttu ferðamannastaði á Spáni, Frakklandi, Kýpur, Möltu, Ítalíu, Tyrklandi, Grikklandi eða Portúgal.

Þriðjungur þeirra sem tók þátt í könnuninni kvörtuðu helst undan Rússum á ferðamannastöðunum. Þátttakendur sögðu Rússana einoka sólbekkina, éta allt sem tönn á festir þegar matur er innifalinn, ropa, blóta og klæða sig eins og villingar.

„Það hefur rignt yfir okkur kvörtunum vegna Rússa. Fólk hefur sagt að þeir séu dónar, strái um sig seðlum og þykist eiga staðinn," segir ferðamálafrömuðurinn Gary Hewitt sem rekur vefsíðuna í samtali við Ananova.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×