Afglöp Davíðs Oddssonar Sigurður Einarsson skrifar 10. febrúar 2009 06:00 Á föstudaginn ritaði Kjartan Gunnarsson, fyrrum varaformaður stjórnar Landsbankans, grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að ekki væri hægt að reka Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að neinum afglöpum í starfi. Það er rangt. Raunar má segja Davíð Oddssyni það til varnar að honum hafi ekki verið neinn greiði gerður með skipan í embætti seðlabankastjóra. Davíð er fyrst og fremst stjórnmálamaður af gamla skólanum. Hans heimavöllur var ekki hinn flókni heimur alþjóðlegra viðskipta. Á það benti raunar Davíð sjálfur í Kastljósviðtali haustið 2006 þegar hann lýsti því yfir að eftir að hann tók við starfi seðlabankastjóra hefði hann fljótt komist að því að hann væri „vitlausasti" maðurinn á staðnum. „Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðum og ég skildi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona annan talsmáta og þess háttar." En þótt Davíð hafi verið gerður bjarnargreiði með skipan í starf seðlabankastjóra er nauðsynlegt að leiðrétta þau mistök. Meðal afglapa Davíðs má nefna: - Ákvörðun seðlabankastjóra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, að þjóðnýta Glitni sem varð til þess að fjármálakerfið á Íslandi hrundi á örskotsstundu. Þessi ákvörðun sem allir, innan lands sem utan, sáu að var mjög ótrúverðug, olli hámarkstjóni fyrir íslensku þjóðina. - Yfirlýsingar seðlabankastjóra í frægu Kastljósviðtali um að ríkissjóður yrði því sem næst skuldlaus eftir fall bankanna lýsir kolröngu stöðumati og augljósu vanhæfi. Davíð gerði sér augljóslega heldur ekki grein fyrir slæmum áhrifum bankahrunsins á útflutningsatvinnuvegina. - Undir stjórn Davíðs varð Seðlabankinn gjaldþrota og fellur sá kostnaður á skattgreiðendur. Vel hefði mátt koma í veg fyrir það og lán til smárra fjármálastofnana sem námu allt að 13 földu eigin fé þeirra. Þetta bendir ef til vill til þess að Seðlabankinn hefði heldur átt að lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, fremur en að færa ætti Fjármálaeftirlitið í Seðlabankann. - Fréttatilkynningar Seðlabankans um hið svokallaða Rússalán eyðilögðu þann litla trúverðugleika sem Ísland þó naut enn á alþjóðavettvangi. - Ákvörðun Seðlabankans um afnám bindiskyldu á erlend útibú íslenskra fjármálastofnana í apríl. Sér í lagi þar sem Davíð hefur síðar haldið fram að í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir að í óefni stefndi á íslenskum fjármálamarkaði. - Við í Kaupþingi fengum það fljótlega á tilfinninguna að Davíð Oddsson gætti ekki trúnaðar við viðmælendur sína sem seðlabankastjóri. Í okkar huga var það hætt að vera tilviljun þegar fréttir birtust um bankann í Morgunblaðinu undir pennaheitinu Agnes Bragadóttir í kjölfar „trúnaðarfunda" okkar með seðlabankastjóra. - Seðlabanki Íslands hafði eftirlit með stöðugleika íslenska fjármálakerfisins og lausafjárstöðu og hafði ýmis formleg úrræði til að sinna því hlutverki sínu auk þess sem forráðamenn bankans gátu beitt fortölum. Því verkefni var ekki sinnt. Davíð hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi haft uppi stór orð um bankana. Ég hef sjálfur kynnst því, að á mannamótum getur Davíð orðið illskeyttur og hvassyrtur. Þannig að ég skal ekki fullyrða um hvað hann kann að hafa sagt við menn. Það er hins vegar ekki aðalatriðið, aðalatriðið er hvaða tillögur til úrbóta seðlabankastjóri gerði. Mér vitanlega voru þær engar. Margir vita að Davíð var eitursnjall í samskiptum sínum við fjölmiðla og hafa margir andstæðingar hans fengið að kynnast því. Undanfarnar vikur hef ég fylgst með því hvernig aðilar tengdir honum beita „leka"-tækni af mikilli fimi gagnvart Kaupþingi. Ég skil vel að vinum Davíðs Oddssonar þyki leitt að hann skuli þurfa að víkja, þetta er sorglegur endir á annars um margt mögnuðum ferli. Listinn hér að ofan er auðvitað engan veginn tæmandi en ég tel að hann sýni glöggt þörfina á að Davíð víki. Verstu afglöp Davíðs í embætti seðlabankastjóra eru ef til vill þau að víkja ekki þegar allt er í óefni komið og taka þannig almannahag fram yfir eigin metnað.Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, með meistaragráðu í hagfræði og hefur starfað í bönkum víða í Evrópu í rúma tvo áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn ritaði Kjartan Gunnarsson, fyrrum varaformaður stjórnar Landsbankans, grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að ekki væri hægt að reka Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra þar sem hann hefði ekki orðið uppvís að neinum afglöpum í starfi. Það er rangt. Raunar má segja Davíð Oddssyni það til varnar að honum hafi ekki verið neinn greiði gerður með skipan í embætti seðlabankastjóra. Davíð er fyrst og fremst stjórnmálamaður af gamla skólanum. Hans heimavöllur var ekki hinn flókni heimur alþjóðlegra viðskipta. Á það benti raunar Davíð sjálfur í Kastljósviðtali haustið 2006 þegar hann lýsti því yfir að eftir að hann tók við starfi seðlabankastjóra hefði hann fljótt komist að því að hann væri „vitlausasti" maðurinn á staðnum. „Og þar lenti ég í, menn sátu í umræðum og ég skildi ekki helminginn af því sem menn voru að segja af því að menn nota svona annan talsmáta og þess háttar." En þótt Davíð hafi verið gerður bjarnargreiði með skipan í starf seðlabankastjóra er nauðsynlegt að leiðrétta þau mistök. Meðal afglapa Davíðs má nefna: - Ákvörðun seðlabankastjóra, með fulltingi ríkisstjórnarinnar, að þjóðnýta Glitni sem varð til þess að fjármálakerfið á Íslandi hrundi á örskotsstundu. Þessi ákvörðun sem allir, innan lands sem utan, sáu að var mjög ótrúverðug, olli hámarkstjóni fyrir íslensku þjóðina. - Yfirlýsingar seðlabankastjóra í frægu Kastljósviðtali um að ríkissjóður yrði því sem næst skuldlaus eftir fall bankanna lýsir kolröngu stöðumati og augljósu vanhæfi. Davíð gerði sér augljóslega heldur ekki grein fyrir slæmum áhrifum bankahrunsins á útflutningsatvinnuvegina. - Undir stjórn Davíðs varð Seðlabankinn gjaldþrota og fellur sá kostnaður á skattgreiðendur. Vel hefði mátt koma í veg fyrir það og lán til smárra fjármálastofnana sem námu allt að 13 földu eigin fé þeirra. Þetta bendir ef til vill til þess að Seðlabankinn hefði heldur átt að lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, fremur en að færa ætti Fjármálaeftirlitið í Seðlabankann. - Fréttatilkynningar Seðlabankans um hið svokallaða Rússalán eyðilögðu þann litla trúverðugleika sem Ísland þó naut enn á alþjóðavettvangi. - Ákvörðun Seðlabankans um afnám bindiskyldu á erlend útibú íslenskra fjármálastofnana í apríl. Sér í lagi þar sem Davíð hefur síðar haldið fram að í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir að í óefni stefndi á íslenskum fjármálamarkaði. - Við í Kaupþingi fengum það fljótlega á tilfinninguna að Davíð Oddsson gætti ekki trúnaðar við viðmælendur sína sem seðlabankastjóri. Í okkar huga var það hætt að vera tilviljun þegar fréttir birtust um bankann í Morgunblaðinu undir pennaheitinu Agnes Bragadóttir í kjölfar „trúnaðarfunda" okkar með seðlabankastjóra. - Seðlabanki Íslands hafði eftirlit með stöðugleika íslenska fjármálakerfisins og lausafjárstöðu og hafði ýmis formleg úrræði til að sinna því hlutverki sínu auk þess sem forráðamenn bankans gátu beitt fortölum. Því verkefni var ekki sinnt. Davíð hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi haft uppi stór orð um bankana. Ég hef sjálfur kynnst því, að á mannamótum getur Davíð orðið illskeyttur og hvassyrtur. Þannig að ég skal ekki fullyrða um hvað hann kann að hafa sagt við menn. Það er hins vegar ekki aðalatriðið, aðalatriðið er hvaða tillögur til úrbóta seðlabankastjóri gerði. Mér vitanlega voru þær engar. Margir vita að Davíð var eitursnjall í samskiptum sínum við fjölmiðla og hafa margir andstæðingar hans fengið að kynnast því. Undanfarnar vikur hef ég fylgst með því hvernig aðilar tengdir honum beita „leka"-tækni af mikilli fimi gagnvart Kaupþingi. Ég skil vel að vinum Davíðs Oddssonar þyki leitt að hann skuli þurfa að víkja, þetta er sorglegur endir á annars um margt mögnuðum ferli. Listinn hér að ofan er auðvitað engan veginn tæmandi en ég tel að hann sýni glöggt þörfina á að Davíð víki. Verstu afglöp Davíðs í embætti seðlabankastjóra eru ef til vill þau að víkja ekki þegar allt er í óefni komið og taka þannig almannahag fram yfir eigin metnað.Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, með meistaragráðu í hagfræði og hefur starfað í bönkum víða í Evrópu í rúma tvo áratugi.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun