Innlent

Tólf svínaflensutilfelli á tveimur sólarhringum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóttvarnarlæknir segir segir að einkenni flensunnar séu væg. Mynd/ Anton Brink.
Sóttvarnarlæknir segir segir að einkenni flensunnar séu væg. Mynd/ Anton Brink.
Greinst hafa 12 tilfelli H1N! inflúensunnar hér á landi undanfarna tvo sólarhringa og þar með eru staðfest tilfelli orðin alls 46 á Íslandi frá því í maímánuði síðastliðnum.

Þeir sem síðast greindust eru á aldrinum 14-56 ára. Einn er erlendur ferðamaður. Hitt eru Íslendingar. Fimm þeirra komu frá útlöndum en sex smituðust heima. Enginn veiktist alvarlega og allir eru á batavegi.

Einkenni inflúensunnar hérlendis eru væg, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og því engin áform uppi um það af opinberri hálfu að reisa skorður við samkomuhaldi af neinu tagi. Að óbreyttu hefst líka skólastarf í landinu með eðlilegum hætti í lok sumars.

Fólk sem finnur til inflúensueinkenna er hvatt til að halda sig heima í eina viku frá upphafi veikinda eða þar til yfirgnæfandi líkur eru á að það geti ekki smitað aðra.

Í tilkynningu frá Landlækni kemur fram að ekki þyki ástæða til að setja þá í sóttkví sem umgengist hafa fólk með inflúensu en eru einkennalausir sjálfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×