Enski boltinn

Gerrard neitar sök

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard er hér á leið til dómara.
Gerrard er hér á leið til dómara. Nordic Photos/Getty Images

Steven Gerrard hefur neitað öllum ásökunum þess efnis að hann hafi átt nokkurn þátt í átökum á bar í Liverpool. Hann var kærður fyrir að hafa átt þátt í að stofna til átaka en neitar algjörlega sök í málinu.

Einn maður slasaðist alvarlega í átökunum sem einhverjir fjölmiðlar sögðu hafa átt rætur sínar að rekja til þess að Gerrard vildi láta spila tónlist með Phil Collins á staðnum.

Gerrard mætti fyrir dómara í gær ásamt sex öðrum sem eru ásakaðir í málinu. Allir hinir neituðu einnig sök í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×