Erlent

Yfir 40 létust í brúðkaupi

Í Kúveit eru kynin aðskilin í brúðkaupsveislum og halda konur sér veislu en karlar aðra. Mynd/AP
Í Kúveit eru kynin aðskilin í brúðkaupsveislum og halda konur sér veislu en karlar aðra. Mynd/AP
Yfir 40 létust í Kúveit þegar eldur kom upp í tjaldi sem komið hafði verið upp fyrir brúðkaupsveislu í gærkvöldi. Flestir þeirra sem létust voru konur og börn. Tjaldið varð alelda á örskammri stundu en hátt í sextíu slösuðust, margir tróðust undir þegar fólk reyndi að flýja eldinn.

Eldsupptök eru enn óljós en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni.

Í Kúveit eru kynin aðskilin í brúðkaupsveislum og halda konur sér veislu en karlar aðra. Börnin fylgja hins vegar mæðrum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×