Útrásin lifir: Íslendingar stofna flugfélag í Litháen 19. október 2009 15:38 Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni balticbusinessnews (bbn) er Þorsteinn Guðnason í forsvari fyrir íslenska hópinn en hann samanstendur af þremur félögum og átta einstaklingum. Ætlunin er að hið nýja flugfélag fljúgi til þriggja áfangastaða frá Vilnius fyrsta kastið. Fyrstu eigendur og starfsmenn Iceland Express hafa verið fengnir til ráðgjafar við að koma félaginu á laggirnar. „Okkar áætlun er að byrja með áætlunarflug til Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar," segir Þorsteinn í samtali við news2biz í Litháen. „Það er ekkert flug í dag frá Vilnius til Amsterdam og Berlínar en á leiðinni til Kaupmannahafnar munum við keppa við tvö önnur flugfélög. En Kaupmannahöfn er jú vinsælasti áfangastaður frá Litháen." Í máli Þorsteins kemur fram að félagið muni hefja rekstur með einni Boeing 737-700 og að fljótlega muni önnur vél bætast í flotann. „Í stað þess að vera með 148 sæti í vélinni verðum við með 136 sæti og bjóðum því upp á rýmra pláss í okkar ferðum," segir Þorsteinn. „Markhópur okkar er viðskiptafólk sem vill fá gæði fyrir peninga sína." Samkvæmt vefsíðunni staðhæfa Íslendingarnar að þeir séu komnir með öll tilskilin leyfi fyrir flugrekstri sínum. „Eitt af félögum okkar er staðsett í Danmörku og er með danskt flugrekstrarleyfi (AOC) innan ESB. Yfirvöld í Litháen þurfa aðeins að staðfesta það," segir Þorsteinn. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni balticbusinessnews (bbn) er Þorsteinn Guðnason í forsvari fyrir íslenska hópinn en hann samanstendur af þremur félögum og átta einstaklingum. Ætlunin er að hið nýja flugfélag fljúgi til þriggja áfangastaða frá Vilnius fyrsta kastið. Fyrstu eigendur og starfsmenn Iceland Express hafa verið fengnir til ráðgjafar við að koma félaginu á laggirnar. „Okkar áætlun er að byrja með áætlunarflug til Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar," segir Þorsteinn í samtali við news2biz í Litháen. „Það er ekkert flug í dag frá Vilnius til Amsterdam og Berlínar en á leiðinni til Kaupmannahafnar munum við keppa við tvö önnur flugfélög. En Kaupmannahöfn er jú vinsælasti áfangastaður frá Litháen." Í máli Þorsteins kemur fram að félagið muni hefja rekstur með einni Boeing 737-700 og að fljótlega muni önnur vél bætast í flotann. „Í stað þess að vera með 148 sæti í vélinni verðum við með 136 sæti og bjóðum því upp á rýmra pláss í okkar ferðum," segir Þorsteinn. „Markhópur okkar er viðskiptafólk sem vill fá gæði fyrir peninga sína." Samkvæmt vefsíðunni staðhæfa Íslendingarnar að þeir séu komnir með öll tilskilin leyfi fyrir flugrekstri sínum. „Eitt af félögum okkar er staðsett í Danmörku og er með danskt flugrekstrarleyfi (AOC) innan ESB. Yfirvöld í Litháen þurfa aðeins að staðfesta það," segir Þorsteinn.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Sjá meira