Lífið

Hún var 5 daga gömul og mjólkin nýkomin þannig að ég passaði mig

Hefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir. MYNDIR/Fréttablaðið.
Hefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir. MYNDIR/Fréttablaðið.

Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Skrítlu eignaðist sitt þriðja barn, heilbrigða dóttur, aðeins fimm dögum fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Skoppa og Srítla í bíó.

Vísir hafði samband við Hrefnu og spurði hvernig hún fór að því að mæta á frumsýningu myndarinnar nánast nýbúin að fæða dótturina.

„Hún var 5 daga gömul og mjólkin nýkomin þannig að ég passaði mig á að verða ekki kalt," segir Hrefna.

„Þetta var ekki alveg planið. Maður reynir nú að plana eitthvað svona en það var allt í góðu. Ég tók þetta á einhverri innri íhugun. Ég reyndi að gera þetta eins auðvelt og hægt var. Mætti til dæmis hálftíma áður en frumsýningin hófs. Svo hljóp ég út í bíl til að gefa henni svo að þetta fór allt vel," segir Hrefna.

„Hún átti að vera komin en fæðist síðan daginn sem myndin var tilbúin.

Það var ekki annað hægt en að vera viðstödd frumsýninguna. Það hefði verið skrýtið ef Skrítlu hefði vantað á svæðið. Ekki síst fyrir mig sjálfa ef ég hefði ekki komist því það var ótrúlega gaman."

„Þetta starf er svo nærandi fyrir sálina. Börnin eru svo yndisleg í alla staði. Þau knúsa mann og kyssa og gera það af fullum hug og maður getur ekki annað en verið snortinn af því og dottið inn í þetta með þeim," segir Hrefna þegar talið berst að ungu áhorfendunum.

„Myndin gengur út á það sem við vildum þegar við fórum af stað. Okkur fannst vanta kærleik og mannvirðingu og eitthvað einlægt fyrir börnin."

Eruð þið búin að skíra stelpuna? „Hún er óskírð en einhverra hluta vegna finnst öllum hún eiga að heita Sól. Við erum svo sérstök hjónin því við héldum nöfnum drengjanna leyndum þangað til þeir voru skírðir. Hún verður skírð 18. Janúar, þá getum við hætt að kallla hana snúllu," segir Hrefna sem er í fæðingarorlofi.

Skoppa og Skrítla í bíó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.