Erlent

Gervihnöttur til tunglsins í dag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun í dag skjóta á loft gervihnetti sem fer á sporbaug um tunglið og verður þar í eitt ár í um 50 kílómetra hæð. Gervihnötturinn mun mynda yfirborð tunglsins og leita að heppilegum lendingarstað fyrir tunglfara. Eins mun búnaður sem gervihnötturinn ber verða notaður til að gera efnafræðilegar mælingar á yfirborði tunglsins og athuga hvort einhvers staðar finnist vatn sem gera muni mönnum kleift að hafast við á tunglinu í lengri tíma. Ætlun NASA er að byggja vistarverur fyrir geimfara á tunglinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×