50 milljarða símalán hugsanlega gjaldfellt næstu daga Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 17. október 2009 18:29 Það kemur í ljós á næstu dögum hvort að fimmtíu milljarða króna lán fimm banka til Skipta, móðurfélags Símans, verði gjaldfellt. Verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig en það gæti reynst erfitt miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum. Skipti er í eigu Existu sem er aftur í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Meðal fyrirtækja í eigu þess eru Síminn, Skjárinn og Míla sem rekur fjarskiptanet hér á landi. Þegar Skipti keyptu tæplega 99% hlut ríkisins í Landssíma Íslands árið 2005 voru kaupin fjármögnuð með sambankaláni. Alls koma fimm bankar að láninu, Nýi Kaupþing og gamli, Norræni fjárfestingarbankinn, Glitnir og Straumur. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur heildarupphæðin um 50 milljörðum í dag. Stærsti hluti lánsins mun vera í bókum Kaupþings. Í lánabók Kaupþings fyrir hrun nam heildarskuld Skipta við bankann rúmum 54 milljörðum króna. Exista sem var stærsti hluthafinn í Skiptum var einnig einn af stærstu hluthöfum í Kaupþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa nú staðið yfir viðræður milli þessara fimm banka og forsvarsmanna Skipta. Skilmálar lánsins hafa verið brotnir, en þar er meðal annars að finna ákvæði um að skuldsetning félagsins verði að vera innan ákveðinna marka. Það mun því koma í ljós á næstu dögum hvort lánið verði gjaldfellt en verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig. Miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum gæti það reynst erfitt. Það mun þó vega þungt í viðræðunum að Skipti á um 21 milljarð króna í innstæðum. Í samtali við fréttastofu sagði Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Skipta, að fyrirtækið hafi alltaf staðið í skilum með vexti og afborganir af láninu. Hinsvegar hefðu fjárhagsskilmálar raskast vegna efnahagsástandsins.Skipti eigi nú í viðræðum við sambankalánshópinn um lausn á málinu. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Ozempic-risinn hrynur í verði og tilnefnir nýjan forstjóra Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Það kemur í ljós á næstu dögum hvort að fimmtíu milljarða króna lán fimm banka til Skipta, móðurfélags Símans, verði gjaldfellt. Verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig en það gæti reynst erfitt miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum. Skipti er í eigu Existu sem er aftur í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Meðal fyrirtækja í eigu þess eru Síminn, Skjárinn og Míla sem rekur fjarskiptanet hér á landi. Þegar Skipti keyptu tæplega 99% hlut ríkisins í Landssíma Íslands árið 2005 voru kaupin fjármögnuð með sambankaláni. Alls koma fimm bankar að láninu, Nýi Kaupþing og gamli, Norræni fjárfestingarbankinn, Glitnir og Straumur. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur heildarupphæðin um 50 milljörðum í dag. Stærsti hluti lánsins mun vera í bókum Kaupþings. Í lánabók Kaupþings fyrir hrun nam heildarskuld Skipta við bankann rúmum 54 milljörðum króna. Exista sem var stærsti hluthafinn í Skiptum var einnig einn af stærstu hluthöfum í Kaupþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa nú staðið yfir viðræður milli þessara fimm banka og forsvarsmanna Skipta. Skilmálar lánsins hafa verið brotnir, en þar er meðal annars að finna ákvæði um að skuldsetning félagsins verði að vera innan ákveðinna marka. Það mun því koma í ljós á næstu dögum hvort lánið verði gjaldfellt en verði það niðurstaðan er ljóst að félagið þarf að endurfjármagna sig. Miðað við stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum gæti það reynst erfitt. Það mun þó vega þungt í viðræðunum að Skipti á um 21 milljarð króna í innstæðum. Í samtali við fréttastofu sagði Pétur Þ. Óskarsson, talsmaður Skipta, að fyrirtækið hafi alltaf staðið í skilum með vexti og afborganir af láninu. Hinsvegar hefðu fjárhagsskilmálar raskast vegna efnahagsástandsins.Skipti eigi nú í viðræðum við sambankalánshópinn um lausn á málinu.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Ozempic-risinn hrynur í verði og tilnefnir nýjan forstjóra Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun