Þóra Björk í tónlist á eigin forsendum 28. september 2009 06:00 Angurvær og Vongóð Þóra Björk segist vera tré. Fréttablaðið/stefán Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðardóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum. „Ég byrjaði níu ára að læra á gítar og var að semja smá rokk sem unglingur,“ segir Þóra. „Ég hafði samt ekki nógu mikla trú á því og fór ekki að semja lög aftur fyrr en árið 2004 þegar ég var búin að vera í námi í FÍH í þrjú ár.“ Þóra útskrifaðist 2007 og var í hljómsveitinni Þel sem spilaði þjóðlagamúsik í anda Fairport Convention. Þel lagði upp laupana í miðri demógerð. „Ég er búin að vera að spila á pöbbum með nýju bandi, bæði mína tónlist og kóverlög og svo er ég að safna fyrir því að halda útgáfutónleika af því ég vil geta borgað fólkinu sem spilar með mér.“ Þóra segir það aldrei hafa freistað sín mikið að fara í Idol-keppnina. „Það var þrýst á mig á tímabili og ég neita því ekki að það var aðeins freistandi að kynna sig, en samt var maður hræddur við Idol-stimpilinn. Ég beit það snemma í mig að gera tónlistina á mínum eigin forsendum og það endaði með því að ég gaf plötuna meira að segja út sjálf.“ Þóra kallar útgáfuna Happy Records og segir að platan verði kynnt í auglýsingaherferð hjá Ariel Hyatt á netinu. Ariel er frá New York og var með „meik-námskeið“ á Íslandi sem Þóra sótti. Tónlist Þóru er angurvær, tregafull og vongóð. Lag hennar „Sólarylur“ varð í öðru sæti í baráttu- og bjartsýnislagakeppni Rásar 2 í sumar. „Það er pínu epík í þessu, mörg lögin eru lengri en gengur og gerist,“ segir hún. Þóra er með hörku spilara með sér, meðal annars Kjartan Valdemarsson og Birgi Bragason. Hildur Ársælsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu leika einnig á fiðlu, sög og selló. Og textarnir? „Þetta er trjá-plata um mannlega náttúru,“ segir Þóra hlæjandi og vísar til titilsins, Núna er ég tré.- drg Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðardóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum. „Ég byrjaði níu ára að læra á gítar og var að semja smá rokk sem unglingur,“ segir Þóra. „Ég hafði samt ekki nógu mikla trú á því og fór ekki að semja lög aftur fyrr en árið 2004 þegar ég var búin að vera í námi í FÍH í þrjú ár.“ Þóra útskrifaðist 2007 og var í hljómsveitinni Þel sem spilaði þjóðlagamúsik í anda Fairport Convention. Þel lagði upp laupana í miðri demógerð. „Ég er búin að vera að spila á pöbbum með nýju bandi, bæði mína tónlist og kóverlög og svo er ég að safna fyrir því að halda útgáfutónleika af því ég vil geta borgað fólkinu sem spilar með mér.“ Þóra segir það aldrei hafa freistað sín mikið að fara í Idol-keppnina. „Það var þrýst á mig á tímabili og ég neita því ekki að það var aðeins freistandi að kynna sig, en samt var maður hræddur við Idol-stimpilinn. Ég beit það snemma í mig að gera tónlistina á mínum eigin forsendum og það endaði með því að ég gaf plötuna meira að segja út sjálf.“ Þóra kallar útgáfuna Happy Records og segir að platan verði kynnt í auglýsingaherferð hjá Ariel Hyatt á netinu. Ariel er frá New York og var með „meik-námskeið“ á Íslandi sem Þóra sótti. Tónlist Þóru er angurvær, tregafull og vongóð. Lag hennar „Sólarylur“ varð í öðru sæti í baráttu- og bjartsýnislagakeppni Rásar 2 í sumar. „Það er pínu epík í þessu, mörg lögin eru lengri en gengur og gerist,“ segir hún. Þóra er með hörku spilara með sér, meðal annars Kjartan Valdemarsson og Birgi Bragason. Hildur Ársælsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu leika einnig á fiðlu, sög og selló. Og textarnir? „Þetta er trjá-plata um mannlega náttúru,“ segir Þóra hlæjandi og vísar til titilsins, Núna er ég tré.- drg
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira