Þóra Björk í tónlist á eigin forsendum 28. september 2009 06:00 Angurvær og Vongóð Þóra Björk segist vera tré. Fréttablaðið/stefán Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðardóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum. „Ég byrjaði níu ára að læra á gítar og var að semja smá rokk sem unglingur,“ segir Þóra. „Ég hafði samt ekki nógu mikla trú á því og fór ekki að semja lög aftur fyrr en árið 2004 þegar ég var búin að vera í námi í FÍH í þrjú ár.“ Þóra útskrifaðist 2007 og var í hljómsveitinni Þel sem spilaði þjóðlagamúsik í anda Fairport Convention. Þel lagði upp laupana í miðri demógerð. „Ég er búin að vera að spila á pöbbum með nýju bandi, bæði mína tónlist og kóverlög og svo er ég að safna fyrir því að halda útgáfutónleika af því ég vil geta borgað fólkinu sem spilar með mér.“ Þóra segir það aldrei hafa freistað sín mikið að fara í Idol-keppnina. „Það var þrýst á mig á tímabili og ég neita því ekki að það var aðeins freistandi að kynna sig, en samt var maður hræddur við Idol-stimpilinn. Ég beit það snemma í mig að gera tónlistina á mínum eigin forsendum og það endaði með því að ég gaf plötuna meira að segja út sjálf.“ Þóra kallar útgáfuna Happy Records og segir að platan verði kynnt í auglýsingaherferð hjá Ariel Hyatt á netinu. Ariel er frá New York og var með „meik-námskeið“ á Íslandi sem Þóra sótti. Tónlist Þóru er angurvær, tregafull og vongóð. Lag hennar „Sólarylur“ varð í öðru sæti í baráttu- og bjartsýnislagakeppni Rásar 2 í sumar. „Það er pínu epík í þessu, mörg lögin eru lengri en gengur og gerist,“ segir hún. Þóra er með hörku spilara með sér, meðal annars Kjartan Valdemarsson og Birgi Bragason. Hildur Ársælsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu leika einnig á fiðlu, sög og selló. Og textarnir? „Þetta er trjá-plata um mannlega náttúru,“ segir Þóra hlæjandi og vísar til titilsins, Núna er ég tré.- drg Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðardóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum. „Ég byrjaði níu ára að læra á gítar og var að semja smá rokk sem unglingur,“ segir Þóra. „Ég hafði samt ekki nógu mikla trú á því og fór ekki að semja lög aftur fyrr en árið 2004 þegar ég var búin að vera í námi í FÍH í þrjú ár.“ Þóra útskrifaðist 2007 og var í hljómsveitinni Þel sem spilaði þjóðlagamúsik í anda Fairport Convention. Þel lagði upp laupana í miðri demógerð. „Ég er búin að vera að spila á pöbbum með nýju bandi, bæði mína tónlist og kóverlög og svo er ég að safna fyrir því að halda útgáfutónleika af því ég vil geta borgað fólkinu sem spilar með mér.“ Þóra segir það aldrei hafa freistað sín mikið að fara í Idol-keppnina. „Það var þrýst á mig á tímabili og ég neita því ekki að það var aðeins freistandi að kynna sig, en samt var maður hræddur við Idol-stimpilinn. Ég beit það snemma í mig að gera tónlistina á mínum eigin forsendum og það endaði með því að ég gaf plötuna meira að segja út sjálf.“ Þóra kallar útgáfuna Happy Records og segir að platan verði kynnt í auglýsingaherferð hjá Ariel Hyatt á netinu. Ariel er frá New York og var með „meik-námskeið“ á Íslandi sem Þóra sótti. Tónlist Þóru er angurvær, tregafull og vongóð. Lag hennar „Sólarylur“ varð í öðru sæti í baráttu- og bjartsýnislagakeppni Rásar 2 í sumar. „Það er pínu epík í þessu, mörg lögin eru lengri en gengur og gerist,“ segir hún. Þóra er með hörku spilara með sér, meðal annars Kjartan Valdemarsson og Birgi Bragason. Hildur Ársælsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu leika einnig á fiðlu, sög og selló. Og textarnir? „Þetta er trjá-plata um mannlega náttúru,“ segir Þóra hlæjandi og vísar til titilsins, Núna er ég tré.- drg
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira