Skilur ryksuguna eftir heima 12. október 2009 02:00 Mica Levi verður í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið. Iceland Airwaves hefst eftir tvo daga. Nokkrir góðir gestir koma að utan til að skemmta íslenskum tónlistaráhugamönnum. Þar á meðal er hið ágæta band Micachu & The Shapes. Mica Levi, Micachu, er aðaldriffjöðrin í einu merkilegasta bandinu á Airwaves í ár, Micachu & The Shapes. Hluta af góðu gengi hennar má skrifa á að Björk sá hana á tónleikum, varð rosalega hrifin og hefur ekkert haft hljótt um það síðan. „Jú, jú, það hefur hjálpað,“ segir Mica í símanum frá Englandi, en vill samt gera sem minnst úr því. „Nei, ég hef nú ekki heyrt af því að hún ætli að syngja dúett með mér í Reykjavík. En jú, við hlökkum mikið til að koma. Er ekki kalt? Ekki, nei? Við hlökkum bara til að koma og hlusta á fullt af góðri tónlist." Af íslenskum tónlistarmönnum þekkir Mica til Sigur Rósar og múm til viðbótar við Björk. Hún er 22 ára og skrifar tónlistaráhuga sinn á það að foreldrar hennar voru plötusafnarar. „Þau söfnuðu klassík, djassi og poppi. Ég ólst upp við mikið af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fæst við tónlist er að ég kann eiginlega ekki að gera neitt annað. Ég vann í sjoppu sem unglingur, en var frekar hörmuleg í því.“ Fyrsta plata Micachu & The Shapes heitir Jewellery og kom út í sumar. Mica kallar músíkina „popp“ – „Það bar brátt að. Við þurftum að kalla þetta eitthvað og „popp“ var það fyrsta sem mér datt í hug. Platan er nokkuð fjölbreytt og það er ekkert eitt í gangi. Ætli „popp“ nái ekki bara ágætlega utan um þetta því „popp“ segir ekki neitt.“ Tónlistin er fersk, frumleg og hrá en samt aðgengileg og melódísk. Hljómsveitin er tríó. Mica syngur og spilar á gítar, Raisa spilar á hljómborð og Merc á trommur. Mica hefur stundum dregið með sér ryksugu á svið og fréttir hafa heyrst af því að sveitin noti sérsmíðuð hljóðfæri. Mica gerir lítið úr þessu. „Nei, nei, þetta er nú allt frekar venjulegt hjá okkur. Við reynum bara að vera þétt og gott band. Og ég er orðin leið á ryksugunni og kem ekki með hana.“ Er hægt að segja að þið séuð hluti af einhverri nýrri bylgju ungra tónlistarmanna í Englandi núna? „Það eru vissulega mörg góð bönd hérna, til dæmis The XX og The Invisible, sem við erum að túra með þessa dagana. En ég held að við séum ekki hluti af bylgju. Ef við erum hluti af einhverri bylgju þá er það ekki vísvitandi.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Sjá meira
Iceland Airwaves hefst eftir tvo daga. Nokkrir góðir gestir koma að utan til að skemmta íslenskum tónlistaráhugamönnum. Þar á meðal er hið ágæta band Micachu & The Shapes. Mica Levi, Micachu, er aðaldriffjöðrin í einu merkilegasta bandinu á Airwaves í ár, Micachu & The Shapes. Hluta af góðu gengi hennar má skrifa á að Björk sá hana á tónleikum, varð rosalega hrifin og hefur ekkert haft hljótt um það síðan. „Jú, jú, það hefur hjálpað,“ segir Mica í símanum frá Englandi, en vill samt gera sem minnst úr því. „Nei, ég hef nú ekki heyrt af því að hún ætli að syngja dúett með mér í Reykjavík. En jú, við hlökkum mikið til að koma. Er ekki kalt? Ekki, nei? Við hlökkum bara til að koma og hlusta á fullt af góðri tónlist." Af íslenskum tónlistarmönnum þekkir Mica til Sigur Rósar og múm til viðbótar við Björk. Hún er 22 ára og skrifar tónlistaráhuga sinn á það að foreldrar hennar voru plötusafnarar. „Þau söfnuðu klassík, djassi og poppi. Ég ólst upp við mikið af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fæst við tónlist er að ég kann eiginlega ekki að gera neitt annað. Ég vann í sjoppu sem unglingur, en var frekar hörmuleg í því.“ Fyrsta plata Micachu & The Shapes heitir Jewellery og kom út í sumar. Mica kallar músíkina „popp“ – „Það bar brátt að. Við þurftum að kalla þetta eitthvað og „popp“ var það fyrsta sem mér datt í hug. Platan er nokkuð fjölbreytt og það er ekkert eitt í gangi. Ætli „popp“ nái ekki bara ágætlega utan um þetta því „popp“ segir ekki neitt.“ Tónlistin er fersk, frumleg og hrá en samt aðgengileg og melódísk. Hljómsveitin er tríó. Mica syngur og spilar á gítar, Raisa spilar á hljómborð og Merc á trommur. Mica hefur stundum dregið með sér ryksugu á svið og fréttir hafa heyrst af því að sveitin noti sérsmíðuð hljóðfæri. Mica gerir lítið úr þessu. „Nei, nei, þetta er nú allt frekar venjulegt hjá okkur. Við reynum bara að vera þétt og gott band. Og ég er orðin leið á ryksugunni og kem ekki með hana.“ Er hægt að segja að þið séuð hluti af einhverri nýrri bylgju ungra tónlistarmanna í Englandi núna? „Það eru vissulega mörg góð bönd hérna, til dæmis The XX og The Invisible, sem við erum að túra með þessa dagana. En ég held að við séum ekki hluti af bylgju. Ef við erum hluti af einhverri bylgju þá er það ekki vísvitandi.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Sjá meira