Lífið

Látúnsbarkinn snýr aftur

DJ Bjarni í loftið á ný Einar Bárðarson býður Bjarni Ara velkominn á Kanann. Tæknimaðurinn Halldór Jóhannesson – „Dóri dimmraddaði“ – stendur á milli þeirra.
DJ Bjarni í loftið á ný Einar Bárðarson býður Bjarni Ara velkominn á Kanann. Tæknimaðurinn Halldór Jóhannesson – „Dóri dimmraddaði“ – stendur á milli þeirra.

„Þetta verður nú bara svona kitl í hjáverkum, en það er gaman að vera kominn í útvarpið aftur,“ segir Bjarni Arason. Hann snýr aftur í útvarp eftir eins árs hlé þegar hann byrjar með þátt á Kananum kl. 16 á sunnudaginn.

Hljótt hefur verið um Bjarna, að minnsta kosti útvarpslega séð, eftir að honum var sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Bylgjunnar í kjölfar hrunsins í fyrra. „Ég hef nú bara verið að mennta mig, það er eina vitið. Ég er við nám í Keili og er nú bara að stefna á að komast í Háskólann. Ætli það verði nokkuð fyrr en svona árið 2020! Nei, ég segi svona.“

Bjarni hætti á sínum tíma í námi og stritar nú við að ná ígildi stúdentsprófs. „Ég er droppát. Maður var alltaf í músíkinni og mátti ekkert vera að því að pæla í algebru og þessu dóti.“

Tónlistin er ennþá alltaf númer eitt og Bjarni mun skemmta á jólahlaðborði í Valsheimilinu nú fyrir jólin með Magna, Birgittu og Hemma Gunn. En upp á hvað ætlar Bjarni svo að bjóða í nýja þættinum? „Þetta er nú bara DJ-þáttur, engin vísindi. Ég kynni lög og afkynni. En ég segi ekki hvað klukkan er. Það eru allir með klukkur á sér, er það ekki?“- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.