Innlent

Vaxandi andstaða stjórnarliða á Icesave samkomulaginu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vaxandi andstaða er meðal stjórnarliða á Icesave samkomulaginu og engar líkur á því að það verði samþykkt á Alþingi nema með fyrirvara. Varaformaður efnhags- og skattanefndar, Lilja Mósesdóttir, mætti ekki á fund nefndarinnar í morgun þar sem hún treysti sér ekki til að skrifa undir meirihlutaálit nefndarinnar.

Icesave samkomulagið var afgreitt úr tveimur þingnefndum í dag en til stendur að fjárlaganefnd fái málið alfarið til umfjöllunar.

Fjögur nefndarálit voru boðuð við afgreiðslu utanríkismálanefndar og þá lét áðurnefnd, Lilja Mósesdóttir, kalla inn varamann í sinn stað þar sem hún treysti sér ekki til að skrifa undir meirihlutaálit nefndarinnar.

Stjórnarandstaðan skilaði inn séráliti en hún telur að ríkisstjórnin sé að þvinga málið í gegnum Alþingi.

Fimm þingmenn vinstri grænna eru andvígir Icesave samkomulaginu og þá er vaxandi andstaða við samkomulagið í röðum þingmanna Samfylkingarinnar. Málið hefur því ekki meirihluta á Alþingi og verður ekki samþykkt nema með einhverskonar fyrirvara um að greiðslubyrði þjóðarinnar verði ekki of mikil.

Ekki er búist við því að málið fari í aðra umræðu á Alþingi fyrr en í fyrsta lagi um miðja næstu viku.






Tengdar fréttir

Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið.

Segir ekkert að vanbúnaði að afgreiða málið úr nefnd

„Það er nú alltaf matsatriði hvenær umfjöllunin er orðin nægileg," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, en Icesave frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í dag og vísað til meðferðar fjárlaganefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×