Sport

Hummer fer hamförum í Dakar

Robby Gordon flaug um sérleiðina í Dakar í dag og náði besta tíma.
Robby Gordon flaug um sérleiðina í Dakar í dag og náði besta tíma. Mynd: AFP

Robby Gordon á Hummer blómstraði í Dakar rallinu í dag og skaut forystumanninum Carlos Sainz nærri ref fyrir rass, en mjótt var á munum. Sainz var aðeins 21 sekúndu á undan Gordon í mark.

Dagleiðin í dag var sú erfiðasta, en enn á eftir að aka í fimm daga í þessu maraþoni í Argentínu og Chile. Gordon hefur sýnt frábæra takta á Hummer. Hann er þó enn í fimmta sæti í heildarkeppninni, en Sainz er 24 mínútum á undan de Villiers á Volkswagen.

Forystunaðurinn í flokki mótorhjóla, Marc Coma á KTM villtist af leið þegar hann elti helsta keppinaut sinn, Cyril Depress á KTM. Þeir fóru 23 km út úr leið og töpuðu miklum tíma.

Óstaðfest staða er nú sú að Spánverjinn Jordi Viladom á KTM sé fyrstur og með 30 sekúnda forskot á Alain Duclos á KTM á síðustu sérleiðinni, en Coma haldi fyrsta sætinu í heildarkeppninni þó hann komi á eftir öðrum í mark leiðarinnar og Depress sé annar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×