Innlent

Yfir 20.000 hafa skorað á forseta

Yfir tuttugu þúsund manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands á vefsíðunni indefence.is, þar sem skorað er á forsetann að staðfesta ekki Icesave-lögin í núverandi mynd. Í tilkynningu frá In Defence-hópnum segir meðal annars að með þjóðaratkvæðagreiðslu geti þjóðin sent Bretum og Hollendingum sterkustu skilaboð sem hún getur gefið, að þjóðin sætti sig ekki við annað en núgildandi fyrirvara. Það sé ekki líðandi að þjóðin sé beitt þvingunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×